gogoyoko kynnir tónleika og forsölu á nýjum plötum kimono og Bloodgroup

gogoyoko kynnir:
Bloodgroup og Kimono
+ sérstakur gestur, Prins Póló
Sódóma Reykjavík
Föstudaginn 27. nóvember kl 23:00
1000 kr í reiðufé

Kimonogogoyoko kynnir tónleika og forsölu á nýjum plötum Kimono og Bloodgroup.
Einstakir og marglaga tónleikar með tveimur af fremstu tónleikasveitum landsins, sitthvoru megin á ásinum, sem eru báðar að senda frá sér nýjar plötur. Kimono sendir frá sér plötuna EASY MUSIC FOR DIFFICULT PEOPLE (Kimi Records) þann 4. desember og Bloodgroup plötuna DRY LAND (Record Records) þann 2. desember. Mikil eftirvænting ríkir fyrir þessum plötum en þetta er önnur plata Bloodgroup og sú þriðja frá Kimono. Munu þær báðar fást á gogoyoko.com viku fyrir útgáfudag þar sem hægt verður að kaupa sér eintak eða hlusta á þær ókeypis.

Kimono – Vienna

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Missið ekki af þessu óvenjulega tækifæri til að sjá báðar sveitir á sömu tónleikunum og í útgáfugír.

Kimono á gogoyoko

Bloodgroup á gogoyoko

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.