• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Hjálmar – IV

Einkunn: 4.0
Útgáfuár: 2009
Útáfa: Borgin

01AwcamQAAPQoAJ8gBAAAABdq5dlIÉg var mjög hrifinn af fyrstu skífu Hjálma, Hljóðlega af stað. Vissulega skeptískur til að byrja með á íslensk reggíband (það hljómaði nú eiginlega bara eins og þversögn) en það tók nú ekki nema eina hlustun eða tvær fyrir þá að vinna mig á sitt band. Fyrir mitt leyti urðu Hjálmar hinsvegar full þjóðlegir á næstu tveimur plötunum sínum og þá sérstaklega Ferðasót. Jújú, báðar plötunar áttu sína spretti – en hlutfallið af reggíi í blöndunni var bara of lítið. Þið vitið: þegar maður blandar sér þurran Martini, þá er Martini-ið bara aukaatriði. Núna snúa þeir hinsvegar aftur og er nokkuð ljóst að bandið er búið að klæða sig úr lopapeysunum.

Já, það er greinilegt að ferð Hjálma-liða til Jamaíka hefur borgað sig því bandið hefur aldrei hljómað betur en nú. Reggí-sándið er fullkomlega hreinræktað og ógeðslega grúví. Að vanda er hljóðfæraleikur óaðfinnanlegur, enda er valin maður í hverju hlutverki, og heyrist mér á köflum að tónlistamennirnir verða hreinlega að hemja spilagleðina svona til þess að poppið fái að njóta sín. Báðir söngvarar sveitarinnar skila sínu einstaklega vel og er greinilegt að Sigurður Guðmundsson vex og dafnar sem söngvari með hverri plötu. Það verður þó að segjast eins og er að enn sýnir Þorsteinn töluvert meiri tilþrif – hann er er einstaklega flottur söngvari og rödd hans smellur óþæginlega vel við tónlistina.

Það er í raun óþarft að fara út í einstakar lagasmíðar – platan er heilsteypt og flott út í gegn. Lögin eru einfaldar en traustar poppsmíðar sem hljóðfæraleikarnir skreyta listilega. Fyrsta hlustun fær mann til að dúa ansi vel í hnjánum og eftir ‘töku tvö’ er ansi hætt við að maður týni sér í hörku singalongi. Það væri kannski helst að nefna “Manstu” og “Það sýnir sig”. “Manstu” er gleðilegur angistarsöngur, eins furðulega og það nú hljómar, sem státar af flottum melódíum. “Það sýnir sig” er svo hálfgerð einkasýning Sigurðar; hann fer bæði á kostum á hljómborðinu og í túlkun sinni á ágætum texta. Þessum lögum er svo raðað saman og útkoman ansi eldfim. Veikasti blettur plötunnar er um miðbik hennar, lagið “Lýsi ljós”. Það er alls ekki slæmt en dampurinn dettur svolítið úr þar. Kassagítarinn hefði mátt missa sín og sólarstemningin hefði bara átt að halda áfram.

Annars hef ég eiginlega ekki undan neinu að kvarta. Á IVHjálmar að dansa á mjög fínni línu angistar og alsælu á mjög grípandi plötu. Það er í raun stór undarlegt að reggí-sveit skuli vera fær um að syngja sig inn í kalt hjarta íslensku þjóðarinnar. Þjóð sem virðist lítið hirða um reggí, svona fyrir utan konunginn Marley. En það hlýtur að undirstrika eitt: Hjálmar er hreinlega mjög góð og vel spilandi sveit sem er fær um að semja flott popplög! Ég held að það sé bara viðeigandi að IV fái fjórar stjörnur því þetta er besta plata Hjálma – allavega hingað til.

Hjálmar – Manstu

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply