• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Rjómajól – 1. desember

R-423752-1111686578Það er kominn 1. desember og tími til að gægjast í fyrsta jólalagagluggann á aðventunni. Þar leynist fáheyrt jólalag með þýsku súrkálsrokkurunum í Can sem ætti að gleðja lesendur. Eftir nokkur ár af framúrstefnulegum rokkpælingum og nær endalausu grúvi fengu þeir félagarnir sem sagt þá hugmynd að gera jólalag. Þeir réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur heldur lögðu til atlögu við “Silent Night” – eða “Heims um ból” eins og við Íslendingar þekkjum það betur. Lagið kom út á 7″ fyrir jólin 1976 en hefur reyndar ekki notið náð þeirra Can manna síðan og hefur því miður aldrei verið endurútgefið. Það hefur þó hlotið jóla-költ status og er frábær byrjun á desember mánuði á Rjómanum.

Can – Silent Night

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

2 Athugasemdir

  1. Hildur Maral Hamíðsdóttir · 01/12/2009

    Þetta er hressasta utgáfa sem ég hef heyrt af þessu lagi! Skemmtileg tilbreyting.

  2. Lilja Kristín · 01/12/2009

    Líst vel á þetta jóladagatalskonsept! Gaman að heyra fáheyrð jólalög, ekki alltaf þetta sama helvíti.

Leave a Reply