Rjómajól – 3. desember

Last_Christmas_WhamEitís-jólaslagarinn “Last Christmas” eftir popparana í Wham! hefur nú ansi oft verið færður í nýjan jólasveinabúning – og oft með æði mismunandi árangri. Satt að segja þykir mér upprunalega útgáfan alveg óborganleg – hún grípur einhvernveginn allt það sem var gott og slæmt við níunda áratuginn.

Hérna heyrum við ábreiðu hins norska Erlend Øye, forsprakka Kings of Convenience. Honum tekst nú töluvert betur en George Michael að draga fram melankólíuna í laginu en það heldur þó sínum jólalega blæ. Lagið er tekið af safnplötunni Seasonal Greetings þar sem Múm, Low, Badly Drawn Boy og fleiri góðir listamenn lokka fram jólaskapið. Nokkuð gott bara!

Erlend Øye – Last Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

4 responses to “Rjómajól – 3. desember”

  1. þetta er eina þolanlega útgáfan af Last Christmas. svo má hiklaust mæla með Seasonal Greetings plötunni, enda ómissandi í aðdraganda jólanna.

  2. […] Vor vier Jahren hatte ich das schon, seitdem ist es treuer Begleiter in der Weihnachtszeit: Erlend Øyes wunderbare Interpretation von Last Christmas. Aktuell gebloggt bei Sixeyes und rjominn. […]

  3. […] Svo skellum við tveim eldri jólalögum sveitarinnar af Christmas With Parenthetical Girls (2004) og A Parenthetical Girls Family Christmas (2006) en hið síðarnefnda er einskonar óbeint framhald af samnefndum smelli Wham! sem við heyrðum einmitt í flutningi Erlend Øye fyrr í rjómajóladagatalinu! […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.