• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ballet gefur út Bear Life

New York sveitin The Ballet gaf út á dögunum sína aðra breiðskífu. Hljómsveitin gaf út frumburð sinn, Mattachine!, árið 2006 og platan sú heillaði a.m.k. mig með haglega sömdum popplögum og stórskemmtilegum textum. Nýja plata The Ballet heitir Bear Life og sveitin gefur hana sjálf út, líkt og fyrri plötuna, en það má fá hana á heimasíðu The Ballet eða á iTunes. Platan er að sjálfsögðu stórskemmtileg og er óhætt að mæla með henni líkt og fyrri plötu sveitarinnar .

The Ballet – The House On Fire

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply