Heimildarmynd um Wesley Willis

Mig langar að vekja athygli lesenda á ansi áhugaverðri heimildarmynd um utangarðstónlistar- og myndlistarmanninn Wesley Willis. Willis varð mikið költ á síðasta áratug þegar hann sendi frá sér hvern diskinn á eftir öðrum með eigin músík, lögin hljómuðu reyndar oft mjög svipuð en bráðskemmtilegir textar vógu á móti. Willis söng m.a. um allar helstu stórstjörnur 10. áratugarins, gosdrykki, skyndibita og ofurhetjur, en meðal smella hans voru “I Wupped Batman’s Ass”, “Alanis Morrisette”, “Rock ‘N’ Roll MacDonalds” og “Cut the Mullet”. Pitchfork-TV sýnir núna heimildarmyndina Wesley Willis’s Joy Rides frá 2008 í eina viku og hvet ég alla til að kíkja og kynnast snillingnum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.