Rjómajól – 5. desember

Einn af litríkustu persónum tónlistarsögunnar er án vafa háróma ukulele spilarinn Tiny Tim, sem hvað þekktastur er fyrir smellinn frábæra “Tiptoe Thru the Tulips”. Þó að frægðarsól hans hafi risið hæst undir lok 7. áratugarins var hann að til dauðadags, en þekktasta seinni tíma verk hans er líklega jólaplatan Tiny Tim’s Christmas sem kom út 1995. Á þeirri skífu renndi Tiny Tim í öll helstu smelli jólatónmenntanna og flutti með eigin nefi. Útkoman er að sjálfsögðu stórskemmtileg – og skrýtin og eru hér tvö vel valin lög af plötunni:

Tiny Tim – Rudolph The Red Nosed Reindeer

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Tiny Tim – O Holy Night

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Og svo ef einhver skyldi óvart vera kominn í of mikið jólaskap skulum við dempa jólaandann með því að hlusta á hið óborganlega ósmekklega lag “Santa Claus Has Got The AIDS This Year” sem Tiny Tim gaf út á miðjum 9. áratugnum.

Tiny Tim – Santa Claus Has Got The AIDS This Year

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.