Rjómajól – 6. desember

Af öllum þeim órafjölda jólalaga sem samin hafa verið eru bara örfá sem staðist hafa ítrekaðar ofspilanir. Það geta líklega flestir sammælst um það að “Happy Xmas (War Is Over)” með John Lennon & Yoko Ono er eitt af fáum lögum sem enn eru þolanleg. Að sjálfsögðu hafa tugir tónlistarmanna ákveðið að þekja lagið og hægt er að fullyrða að allar standa frumgerðinni að baki. Rjóminn gróf þó upp tvær þekjur af laginu sem gaman er af, enda engir aukvisar þar á ferð. Fyrst tékkum við á The Polyphonic Spree sem heldur sig nálægt frumgerðinni með barnakór o.s.frv. en svo er röðin komin að sjálfum Antony Hegarty sem nær nýjum víddum í lagið með aðstoð furðufuglsins Boy George.

The Polyphonic Spree – Happy Xmas (War Is Over)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Antony & George – Happy Xmas (War Is Over)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

One response to “Rjómajól – 6. desember”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.