• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Gestablogg : Atli Bollason velur 100 bestu plötur áratugarins

  • Birt: 07/12/2009
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Ég veit ekki hversu margar plötur sem hafa komið út undanfarinn áratug ég hef heyrt. Sexhundruð? Sjöhundruð? (iTunes segir 915, en það getur varla verið rétt.) Hér reyni ég alltént að tína til hundrað þeirra sem snertu í mér (einhverskonar) streng. Listinn er svo sterkur að plötur sem eru við botn listans eru algjörlega frábær verk, og það er sárt að geta ekki komið fleirum að. Líklega verður að draga mörkin einhvers staðar. Kannski að ég ráðist í gerð listans „Hundrað næstbestu plötur áratugarins” við tækifæri.

Strokes - Is this itÞegar ég segi „bestu” á ég við einhvers konar blöndu af „faglegu” mati og „persónulegu” mati, þ.e. annars vegar einhvers konar blöndu af því sem ég, í krafti þekkingar minnar, áhuga og innsæis, met sem listrænt og/eða sögulegt gildi viðkomandi plötu, og hins vegar þeirrar þýðingar sem hver plata hefur öðlast fyrir mig í ljósi þess samhengis sem ég hef hlustað á hana í, hvernig hún hafði áhrif á skilning minn á plötum sem á undan komu eða fylgdu í kjölfarið, hrein tilfinningaleg áhrif tónlistarinnar á mig og annað í svipuðum dúr. Líklega vegur hið síðarnefnda ögn, jafnvel talsvert, þyngra á þessum lista. Þá skal haft í huga að ég heyri fleiri plötur vikulega (gamlar og nýjar, hvorutveggja hefur áhrif á skilning minn) og einnig verða breytingar á persónu minni og aðstæðum sem verða klárlega til hrókeringa á sætum, en gætu einnig haft stórtækari breytingar. Til að mynda er árinu 2009 líklega ekki gerð nógu góð skil þar sem ég á enn eftir að heyra og/eða melta og bindast fjöldamörgum plötum sem komu út á því ári. Þá eru ótaldar plöturnar sem ekki eru enn komnar út. Þá skal einnig tekið fram að plötur þar sem ég kom sjálfur mjög nálægt flutningi tónlistarinnar teljast ekki með.

Plata er ekki óvéfengjanlegt hugtak og allra síst á tímum niðurhals. Með plötu á ég almennt við plötu „í fullri lengd”, sem þýðir yfirleitt yfir 30 mínútur. Ein plata sem kom til greina á þennan lista er engu að síður undir þeirri lengd og eflaust eru til EP-plötur sem eru lengri. Líklega er best að styðjast við skilgreiningu listamannsins sjálfs eða talsmanns hans. Þá tel ég bara með plötur sem komu út í föstu formi; á geisladiski eða vínylplötu. Um réttmæti þessa skilyrðis má deila en ég tel að fast form sé til vitnis um ákveðinn metnað og vilja til að plötunni sé tekið af alvöru og fjallað um hana sem slíka. Safnplötur, tónleikaplötur og endurútgáfur teljast ekki til „platna” hér, skilyrðið er að um sé að ræða safn laga sem eru flutt í þessum búningi í fyrsta sinn af sama eða svipuðum hópi listamanna í öllum lögum.

Sigur Rós - Ágætis ByrjunÁ enskum málsvæðum hefur skapast hefð fyrir því að áratugir hefjist í upphafi árs sem endar á núlli og ljúki við lok árs sem endar á níu. Þar sem popptónlist og skrif um hana er vettvangur sem sækir mikið í engilsaxneska hefð verður hér einnig miðað við árin 2000-2009. Oft er hins vegar erfitt að segja til um hvenær plötur „komu út.” Ágætis byrjun Sigur Rósar kom t.d. út árið 1999 á Íslandi en ári síðar annars staðar í heiminum. Annað sérkennilegt dæmi er fyrsta plata múm, sem var til sölu á Þorláksmessu 1999 þótt árið 2000 sé prentað á umslaginu. Um þetta má eflaust ræða fram og aftur en eftirfarandi regla er í gildi hér: Íslenskar plötur teljast hafa komið út á því ári sem er tiltekið á umslagi íslenskrar útgáfu plötunnar. Plötur annars staðar að úr heiminum teljast hafa komið út á því ári sem þær komu út „á heimsvísu” hafi þær á annað borð gert það. Ef um ræðir plötu sem hefur komið út á mjög litlu svæði en samt komið fyrir eyru mín þá gildir sama regla og um þær íslensku. Yfirleitt skiptir þetta litlu máli, nema í bláupphafi og við lok áratugarins.

100. Liars – Liars
99. Dungen – Ta Det Lugnt
98. The Futureheads – The Futureheads
97. Ulrich Schnauss – A Strangely Isolated Place
96. Max Tundra – Parallax Error Beheads You
95. Chromatics – IV (Night Drive)
94. Girls – Album
93. Peter Björn & John – Writer’s Block
92. Grizzly Bear – Yellow House
91. The Thrills – So Much for the City
90. Björk – Vespertine
89. The Knife – Silent Shout
88. LCD Soundsystem – LCD Soundsystem
87. Belle & Sebastian – Dear Catastrophe Waitress
86. Boards of Canada – Geogaddi
85. Mogwai – Happy Songs for Happy People
84. Radiohead – In Rainbows
83. Bon Iver – For Emma, Forever Ago
82. Luomo – Vocalcity
81. Radiohead – Amnesiac
80. Belle & Sebastian – Fold Your Hands Child, You Walk Like a Peasant
79. Portishead – Third
78. Sonic Youth – Murray Street
77. Prefuse 73 – One Word Extinguisher
76. Suburban Kids With Biblical Names – #3
75. Sam Amidon – All Is Well
74. Tortoise – Standards
73. Architecture in Helsinki – Fingers Crossed
72. Islands – Return to the Sea
71. Isan – Lucky Cat
70. Interpol – Turn on the Bright Lights
69. The Rapture – Echoes
68. Broken Social Scene – You Forgot it in People
67. Madvillain – Madvillainy
66. Sigur Rós – ( )
65. Animal Collective – Strawberry Jam
64. Junior Boys – So This Is Goodbye
63. Badly Drawn Boy – The Hour of Bewilderbeast
62. Dntel – Life is Full of Possibilities
61. múm – Yesterday Was Dramatic, Today is OK
60. Jens Lekman – Night Falls over Kortedala
59. Menomena – Friend and Foe
58. Wilco – Yankee Hotel Foxtrot
57. Vashti Bunyan – Lookaftering
56. Rúnk – Ghengi Dahls
55. Los Campesinos! – Hold on Now, Youngster…
54. Panda Bear – Young Prayer
53. Justice – Cross
52. Mammút – Karkari
51. The Books – Lemon of Pink
50. My Morning Jacket – Z
49. Fennesz – Venice
48. The Shins – Chutes Too Narrow
47. Yeah Yeah Yeahs – Fever to Tell
46. Animal Collective – Merriweather Post Pavilion
45. Joanna Newsom – The Milk-Eyed Mender
44. The Besnard Lakes – Are The Dark Horse
43. LCD Soundsystem – Sound of Silver
42. Tim Hecker – Harmony in Ultraviolet
41. Isolée – We Are Monster
40. Sufjan Stevens – Michigan
39. Animal Collective – Feels
38. Vampire Weekend – Vampire Weekend
37. The Thermals – The Body, The Blood, The Machine
36. Panda Bear – Person Pitch
35. Belle and Sebastian – The Life Pursuit
34. Super Furry Animals – Rings Around the World
33. Beck – Sea Change
32. Max Tundra – Mastered by Guy at the Exchange
31. WOMEN – WOMEN
30. Jens Lekman – Oh You’re So Silent Jens
29. Air – Talkie Walkie
28. Fleet Foxes – Fleet Foxes
27. Stars of the Lid – And Their Refinement of the Decline
26. Hjaltalín – Sleepdrunk Seasons
25. Junior Boys – Last Exit
24. Air – 10.000 Hz Legend
23. Ólöf Arnalds – Við og við
22. PAS/CAL – I Was Raised on Matthew, Mark, Luke & Laura
21. Art Brut – Bang Bang Rock and Roll
20. Girl Talk – Night Ripper
19. The Clientele – God Save the Clientele
18. Deerhunter – Microcastle
17. The Field – From Here We Go Sublime
16. Dirty Projectors – Bitte Orca
15. The Avalanches – Since I Left You
14. Neon Indian – Psychic Chasms
13. Cut Copy – In Ghost Colours
12. Arcade Fire – Funeral
11. Mu – Afro Finger and Gel
10. Of Montreal – Hissing Fauna, Are You the Destroyer?
9. Franz Ferdinand – Franz Ferdinand
8. Bright Eyes – I’m Wide Awake, It’s Morning
7. Daft Punk – Discovery
6. Radiohead – Kid A
5. Animal Collective – Sung Tongs
4. Ben Frost – Theory of Machines
3. The Strokes – Room on Fire
2. The Unicorns – Who Will Cut Our Hair When We’re Gone?
1. The Strokes – Is This It

Skoðun mín er enn sú sama og fyrir fimm árum þegar ég réðst í gerð lista af svipaðri gerð. Það er eitthvað við rykið sem Strokes þyrluðu upp sem gerir hljómsveitina enn ómótstæðilega í mínum huga. Þótt tilgerð komi eflaust upp í huga margra þegar minnst er á Strokes þá er samt einhver hreinleiki yfir þeim; hrein ást á hefðbundnu kúli, rafmagnsgíturum og leðurjökkum, bjór, stórborgum, sætum stelpum; rokki. Þeim er skítsama. Casablancas nennir varla að syngja. Gítarsólóin eru ekki til að speisa út við eða sína fram á tækni eða hugkvæmni, þau eru melódíur til að syngja með, alveg eins og lögin sjálf: hnitmiðuð, svöl, grípandi – sígild. Meiraðsegja trommur og bassi fá að bregða sér í krókahlutverkið – hvernig er hægt að standast dansandi bassann í titillaginu eða furðunákvæmt bítið sem kynnir „Hard to Explain” til leiks? Hljómurinn er nægilega hrár til að mynd af fimm strákum um tvítugt í bílskúr framkallist dauflega, nægilega fágaður til að maður nenni að setja plötuna á fóninn aftur og aftur. Og aftur og aftur. Dást svo að skammlausri myndinni á umslaginu og næfurþunnu letrinu áður en hún fær að rúlla einu sinni eða tvisvar enn.

Ég heyrði Is This It í fyrsta skipti fyrir rúmum átta árum og í hvert sinn sem hún nær eyrum minum minnist ég þess hvernig mér leið: Eftir að hafa hlustað þungur á brún á skrítna raftónlist og sístígandi síðrokk um árabil hugsaði ég, loks með bros á vör, „hvað er þetta eiginlega?” Ég var ekki einn um að spyrja og skuggi Strokes er enn sterkur þótt ógreinilegur sé.

Upphaflega færslu má lesa hér : http://bollason.blogspot.com/2009_12_01_archive.html

Leave a Reply