• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Go með Jónsa kemur út í mars

jonsipromo

Ljósmynd: Lilja Birgisdóttir

Eins og lesendur Rjómans hafa vafalaust tekið eftir var nýtt lag með Jónsa í Sigur Rós gert opinbert nú fyrir helgi (enn má ná í lagið “Boy Liliko” frítt á www.jonsi.com).

Lagið er af væntanlegri sólóplötu Jónsa, Go, sem koma mun út 22. mars 2010 (þann 23. í USA) og eins og heyra má hljómar það óravegu frá hinni lágstemmdu Riceboy Sleeps plötu sem Jónsi gaf út fyrr á þessu  ári ásamt Alex Somers undir nafninu Jónsi & Alex. Nýja platan mun innihalda 9 gómsæt lög sem Jónsi hefur samið á undanförnum árum og ekki fundist passa innan ramma Sigur Rósar – og takið eftir – hún mun að mestu vera sungin á ensku!

Á Go fær Jónsi aðstoð frá ýmsu mætu fólki en tveir erlendir íslandsvinir eru sérstaklega áberandi; Nico Muhly sér um strengja- og brassútsetningar og hinn finnski Samuli Kosminen (sem spilar með múm) slær taktinn í nokkrum lögum plötunnar. Það er svo Peter nokkur Katis sem aðstoðar Jónsa við pródúseringu plötunnar en hann hefur m.a. unnið með Interpol og The National. Umslag Go hannar systir Jónsa, Inga Birgisdóttir, en önnur systir hans, Lilja, tekur kynningarmyndirnar fyrir bróður sinn.

Go er full af dramatík og spennu og inniheldur allt frá hoppandi glaðværum popplögum yfir í blússandi epík. Það er óhætt að lofa því að Go verði ein af mögnuðustu plötum næsta árs og er nokkuð ljóst að biðin næstu þrjá mánuði verður einhverjum erfið… þangað til getum við rýnt í lagalistann og spekúlerað:

Go Do
Animal Arithmetic
Tornado
Boy Lilikoi
Sinking Friendships
Kolniður
Grow Till Tall
Around Us
Hengilás

Jónsi – Boy Lilikoi

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

1 Athugasemd

  1. Íslensk tónlist árið 2010 | Rjóminn · 12/08/2010

    […] og Rjóminn hefur greint frá, þá er Jónsi úr Sigur Rós að senda frá sér sína fyrstu sólóplötu. Platan ber nafið Go […]

Leave a Reply