Rjómajól – 8. desember

Sufjan-christmascoverÍ dag býður Rjómajóladagatalið okkur upp á hinn ómótstæðilega Sufjan Stevens. Það verður seint sagt að Sufjan sé ekki jólabarn – þeir sem fóru á tónleika hans í Fríkirkjunni hér um árið muna kannski eftir uppblásnu jólasveinunum sem hann henti til mannfjöldans – en auk þess hefur hann hefur samið ógrynni jólalaga sem mörg hver hafa ratað á disk. Hæst ber að nefna fimmfalda jóladiskinn Songs for Christmas en hann innihélt fimm smáskífur með bæði frumsömdum lögum sem og túlkun Sufjans á klassískum, kristilegum jólalögum. Skífurnar voru teknar upp á árunum 2001 – 2006 og voru upphaflega hugsaðar sem jólagjafir handa vinum og vandamönnum Sufjans en voru síðan gefnar út  í lok ársins 2006. Sufjan hefur síðan haldið þeim sið að semja og taka upp jólalög fyrir vini sína og hafa einstaka plötur lekið á netið, þar á meðal skífa frá í fyrra sem ber hið skemmtilega nafn Songs For Christmas, Vol. 8: Astral Inter Planet Space Captain Christmas Infinity Voyage. Já. Einmitt.

Hér fyrir neðan má hlýða á lög af jólaplötu Sufjans frá því í fyrra auk myndbands sem fylgdi Songs for Christmas pakkanum og inniheldur skemmtilegt teiknitónlistarmyndband.

„Christmas in the Room“

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

„The Child With The Star On His Head“

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

sufjan_xmas3_dennyrenshawSufjól Stevens

2 responses to “Rjómajól – 8. desember”

  1. ég hnuplaði einmitt einum af plastjólasveinunum sem Sufjan kastaði út í salinn á tónleikunum. hann er blásinn upp um hver jól og stendur vörð um jólatréð á mínu heimili

  2. HildurM says:

    Ohh, ég greip einmitt líka einn en beyglan við hliðiná mér hrifsaði hann af mér og henti niður af svölunum !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.