• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Skelkur í bringu – Húðlitað klám

Húðlitað klámEinkunn: 3.0
Útgáfuár: 2009
Útgáfa: Brak

Það er ansi hressandi ára sem umlykur plötuna Húðlitað klám sem hljómsveitin Skelkur í bringu sendi frá sér fyrir stuttu. Sveitin tekur sig mátulega alvarlega og pönkast í 16 lög á tæpum 27 mínútum. Þetta er reyndar alveg hæfileg lengd og platan verður sem betur fer aldrei langdregin eða endurtektarsöm sem á til að gerast, bæði þegar pönksveitir eiga í hlut og á plötum þar sem húmor er í fyrirrúmi.

Lögin á plötunni eru flest hressandi og stutt pönklög en á milli rennur sveitin í hægara töffararokk eða fríkar út í mis vel heppnuðu flippi. Spilamennska og hljóð er hæfilega kærulaust og hentar viðfangsefninu prýðilega. Það eru samt textarnir sem standa upp úr á plötunni, enda margir óborganlegir þó einfaldir séu. Til að mynda í hinu frábæra “Þjóðhátíð” sem er margfalt skemmtilegra en öll svokölluð þjóðhátíðarlög sem ég hef heyrt; Fyllerí fyllerí, þjóðhátíð í eyjum, Sigur Rós að spila, rosalega gaman, fyllerí fyllerí! æpir söngkona sveitarinnar. Brilliant!

Skelkur í bringu – Þjóðhátíð

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Slím er einnig áberandi, t.d. í hinu frábæra “Fóstur í slími”, “Slímujir Zombíar” og “Slímógeð” sem er þekja af Ronnie Cook laginu  “Goo Goo Muck” sem The Cramps tóku upp á sína arma hér í denn. Skelkur í bringu tekur sér töffarastíl Cramps til fyrirmyndar í fleiri lögum og er það fín tilbreyting frá pönkinu. Helst er það þó þekjan af Batman þemanu sem hefði mátt missa sín enda bætir Skelkurinn litlu við þann aragrúa af útgáfum af laginu sem þegar hafa komið út.

Skelkur í bringu – Slímógeð

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Heljarmikil leik- og spilagleði skín í gegn á Húðlitað klám en mig grunar að hljómsveitarmeðlimir hafi skemmt sér mun betur við að taka plötuna upp heldur en það er að hlusta á hana. Það kemur þó lítið að sök því útkoman er í heildina nokkuð skemmtileg og ég væri meira en lítið til í að heyra meira efni frá sveitinni.

Leave a Reply