Rjómajól – 10. desember

Ég á ansi erfitt að ímynda mér að Mark E. Smith, leiðtogi hinnar gamalgrónu sveitar The Fall, sé mikið jólabarn og þykir mér líklegra að hann eyði jólunum á barnum með bjórglas og rettu í hendi fremur en að dansa í kringum jólatréð. Þess vegna er einmitt svo skemmtilegt að hlusta á jólatónlist með The Fall en fyrir nokkrum árum sendi hljómsveitin frá sér jólasmáskífuna (We Wish You) A Protein Christmas og er það líklegra með furðulegri jólalögum sem samin hafa verið. Það var þó ekki fyrsta ferð sveitarinnar í jólalagaland því The Fall flutti einnig tvö gamalgróin jólalög í þætti John Peel árið 1994. Þau má finna á hinu massíva (og frábæra) The Complete Peel Session boxi sem ætti að vera til á hverju heimili – rokkum inn jólin…

The Fall – (We Wish You) A Protein Christmas

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Fall – Jingle Bell Rock

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

The Fall – Hark The Herald Angels Sing

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.