• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Cosmic Call

Cosmic CallSkagamenn hafa oft látið að sér kveða á tónlistasviðinu undanfarin ár og er nú enn ein hljómsveitin frá boltabænum fræga mætt á hið stóra sjónarsvið. Þetta er auðvitað indie-rokk sveitin Cosmic Call sem um ræðir en hún er nýbúin að senda frá sér nýja 7 laga plötu.

Platan, sem er all sérstök, var tekin upp í Hljóðrita í Janúar á þessu ári og fór dágóður tími í upptökur.  Skagamaðurinn Sigurður Ingvar Þorvaldsson tók upp og mixaði en um masteringu sá Richard Dodd grammyverðlaunahafi með meiru.

Platan er framleidd af sveitinni sjálfri frá A-Ö og fengu þau fjölskyldu og vini til þess að hjálpa til við framleiðsluna. Diskurinn er saumaður úr lérefti og voru 1000stk. gerð í mikilli og tímafrekri handavinnu. Þótti liðsmönnum Cosmic Call of dýrt að láta framleiða plötu í þessu ástandi og er þetta því einskonar heimatilbúin kreppuplata.

Meðfylgjandi er nýjasta smáskífa sveitarinnar sem nefnist “Owls”.

Cosmic Call – Owls

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans.

2 Athugasemdir

  1. pesi · 26/05/2010

    hvad heitir platan ?

Leave a Reply