Rjómajól – 13. desember

Í jóladagatalinu í dag finnum við fyrir eina verstu jólaplötu sem komið hefur út. Já, ég veit að við lofuðum að Rjóminn myndi sniðganga vonda jólatónlist en hljómplatan Christmas in The Stars: Star Wars Christamas Album með C3PO og R2-D2 er svo hrikalega vond að hún fer hringinn og er orðinn einstaklega skemmtileg (á sérstaklega vondan hátt).

Á plötunni heyrum við C3PO í miklu jólastuði hrífa R2-D2 með sér og fabúlera um jólaundirbúning og hvað í ósköpunum þeir ættu að gefa wookie í jólagjöf! Úff! Hljómplatan kom út árið 1980 og þykir líkt og hinn alræmdi The Star Wars Holiday Special jólaþáttur vera mikill lýtir að á sögu Star Wars. Ég er viss um að George Lucas myndi glaður vilja brenna öll eintök af þessari plötu ef hann kæmist yfir þau. Þess vegna verðum við barasta að tékka á tveimur hljóðdæmum…

Star Wars – Christmas In The Stars

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Star Wars – Sleigh Ride

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.