Jólabarn dagsins: Kristófer Jensson

Kristófer2Kristófer Jensson, betur þekktur sem Kristó, hefur gert það gott undanfarið sem aðalsöngvari hljómsveitarinnar Lights on The Highway en að mati Kraums á sveitin eina af betri íslensku plötum ársins 2009, Amanita Muscaria. Ásamt  því að fylgja plötunni eftir hefur Kristó, ásamt kunningjum og vinum, átt góðu gengi að fagna með Alice in Chains tribute á árinu sem er að líða. Hljómsveit hans Lights on The Highway leikur á Sódóma annað kvöld ásamt OurLives og The Viking Giant Show og vinnur nú að tónleikaferðalagi um Bandaríkín og Kanada á næsta ári.
Kristó er jólabarn dagsins á Rjómanum.

Hvað viltu í jólagjöf? : Frið á jörð…. eða eitthvað svoleiðis…
Besta jólaminningin?
: Veit ekki með bestu, en sterkasta minningin er þegar kviknaði í Atla bróðir í stofuni heima..Aldrei setja kerti við hliðina á konfektskálinni!
Besti jólamaturinn? : Purusteik / Rjúpur
Besta músíkin í stressinu? : Pinback, Sufjan Stevens, Grizzly Bear, Midlake…
Færðu ennþá í skóinn? : Já…táfýlu og fótasveppi
Hefuru fengið kartöflu í skóinn? : Já nokkrum sinnum…
Hin fullkomnu jól? : Eru skáldskapur…en það er hægt að hafa það skrambi gott með fjölskyldunni…
Besta jólagjöfin í „ástandinu”? : Sparibaukur -eða helvítis hellingur af peningum…. annað hvort.

Við hér á Rjómanum þökkum Kristó kærlega fyrir innlitið og óskum honum og hljómsveitarfélögum hans gleðilegra jóla og góðs gengis á komandi ári!

Amanita Muscaria á Gogoyoko

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.