Snorri Helgason fagnar útgáfu í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld

SnorriheSnorri Helgason, fyrrum meðlimur Sprengjuhallarinnar, hefur nú sent frá sér sína fyrstu breiðskífu. Platan ber heitið I´m Gonna Put My Name On Your Door en fyrsta smáskífa plötunnar, Freeze Out, fékk væna spilun fyrr á árinu og vakti lukku meðal landans.

Snorri mun koma fram ásamt velvalinni hljómsveit en það eru þeir Birgir Ísleifur Gunnarsson og Þorbjörn Sigurðsson úr Motion Boys og Sigurður T. Guðmundsson úr Sprengjuhöllinni sem aðstoða Snorra við flutninginn.
Um upphitun sjá faðir Snorra, Helgi Pétursson og félagar hans í Ríó Tríó en einnig ætlar Sigríður Thorlacius & Heiðurspiltar að stíga á stokk.

Aðgangseyrir er 1500 krónur og hefjast tónleikar stundvíslega klukkan 20.30 í Þjóðleikhúskjallaranum.

I´m Gonna Put My Name On Your Door á Gogoyoko

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.