• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Jólabarn dagsins: Gylfi Blöndal

gylfi2Gylfi Blöndal hefur undanfarin ár verið með þrautseigustu mönnum í íslensku tónlistarsenunni. Hvort sem það hefur verið í markaðsbransanum eða í hljóðverinu með sitt eigið efni. Hljómsveit Gylfa, Kimono, fagnaði útgáfu sinnar fjórðu breiðskífu, Easy Music For Difficult People, á árinu en Gylfi leikur þar á baritone-gítar ásamt fleiru. Þar að auki sér Gylfi um ýmis markaðsmál og samskipti á vefsíðunni Gogoyoko.com.
Gogoyoko býður tónlistarfólki að selja sína eigin tónlist á sinn eigin máta og hefur Gylfi ásamt öðru góðu fólki séð um síðuna við góðan orðstír.

Nú á árinu tók Gylfi einnig að sér bókunarstörf á skemmtistaðnum Sódóma Reykjavík og hefur suðið í eyrum tónþyrstra borgarbúa vart dvínað síðan.
Kimono
er ein þeirra sveita sem leikur á X-Mas tónleikum X-ins 97.7 á föstudaginn kemur á Sódóma Reykjavík.
Gylfi Blöndal
er jólabarn dagsins:

Hvað viltu í jólagjöf? : Góða músík á vínyl
Besta jólaminningin? : Pabbi að hlaupa með styttu af engli sem eldur hafði læsts í í gluggakistu. Hljómar skelfilega og ekki eins og besta jólaminningi, en mér fannst þetta bara svo hetjulegt hjá gamla. Hann skaðbrenndist að sjálfsögðu en bjargaði jólunum í leiðinni. Tók einn fyrir liðið.
Besti jólamaturinn? : Kalkúnn með öllu heila klabbinu
Besta músíkin í stressinu? : Ólafur Arnalds – Found Songs
Færðu ennþá í skóinn? : Já, en yfirleitt bara litla steina.
Hefuru fengið kartöflu í skóinn? : Nei (eða ég hef þurrkað það út úr minninu.
Hin fullkomnu jól? : Í faðmi elskunnar, góður matur, góð músík og gott lesefni.
Besta jólagjöfin í „ástandinu”? : Góður prímus!

Við hér á Rjómanum þökkum Gylfa kærlega fyrir og óskum honum og hans gleðilegra jóla og velgengni á komandi ári!

Easy Music For Difficult People á Gogoyoko

Leave a Reply