Bloodgroup – Dry Land

bloodgroupEinkunn: 4.0
Útgáfuár: 2009
Útgáfa: Record Records

tölvutaska
leikhúsmiðar
gufusuðuáhald í hott (ekki heilan gufusuðupott)
handþeytari
skemmtilegt borðspil –  t.d alias, heilaspuni
kúl ilmkerti
bækur
góða uppskriftabók
góð sakamálakilja
snorra sturluson bókin, ovid
nýja dan brown (á ensku)
Strax í upphafslagi Dry Land, nýjustu afurð íslensk/færeysku hljómsveitarinnar Bloodgroup, heyrist að sveitin hefur tekið heljarstökk fram á við frá annars prýðisgóðri frumraun. Á Sticky Situations, sem kom út fyrir tveimur árum, var stuðið í fyrirrúmi og Bloodgroup hélt dampi í hverjum dansslagarnum á eftir öðrum. Fyrir utan stuðið skildi platan svo kannski ekki mikið eftir sig og var fljótlega skipt út fyrir næsta partýdisk.
Á undanförnum tveimur árum hefur Bloodgroup vaxið og þroskast og segja má að Dry Land sé mun fullorðnara verk en forverinn. Meira er lagt í lagasmíðar og textagerð og hljóðheimur sveitarinnar er breiðari og dýpri. Stuðið er tónað niður og rými búið til fyrir rólegri og drungalegri stemningu sem kemur á góðu jafnvægi og gerir plötuna fjölbreyttari en ella.
Bloodgroup heldur sig enn við einkennandi hljóðgervla hljóminn sem dregur dám af raftónlist seinustu þriggja áratuga, með áherslu á kuldalega stemningu sem minnir um margt á Depeche Mode og annað rafpopp 9. áratugarins. Strengjaútsetningar Ólafs Arnalds bæta og dýpka lögin og hjálpta til að mynda heildrænt yfirbragð plötunnar.
Það kennir ýmissa grasa plötunnar, allt frá dansvænum lögum sem minna á eldra efni sveitarinnar (“Overload”) yfir í myrkari smíðar (“Dry Land). Best tekst Bloodgroup upp þar sem jafnvægi milli beggja næst, t.d. í upphafslaginu “My Arms” þar sem sveitin tekst í senn að ná fram drungalegri stemningu yfir dansvænum tónum. Að öðru leyti eru lagasmíðarnar nokkuð jafnar og sem betur fer eru engin uppfyllingarlög sem draga heildina niður.

Strax í upphafslagi Dry Land, nýjustu afurð íslensk/færeysku hljómsveitarinnar Bloodgroup, heyrist að sveitin hefur tekið heljarstökk fram á við frá annars prýðisgóðri frumraun. Á Sticky Situations, sem kom út fyrir tveimur árum, var stuðið í fyrirrúmi og Bloodgroup hélt dampi í hverjum dansslagarnum á eftir öðrum. Fyrir utan stuðið skildi platan svo kannski ekki mikið eftir sig og var fljótlega skipt út fyrir næsta partýdisk.

Á undanförnum tveimur árum hefur Bloodgroup vaxið og þroskast og segja má að Dry Land sé mun fullorðnara verk en forverinn. Meira er lagt í lagasmíðar og textagerð og hljóðheimur sveitarinnar er breiðari og dýpri. Stuðið er tónað niður og rými búið til fyrir rólegri og drungalegri stemningu sem kemur á góðu jafnvægi og gerir plötuna fjölbreyttari en ella.

Bloodgroup heldur sig enn við einkennandi hljóðgervlahljóminn sem dregur dám af raftónlist seinustu þriggja áratuga, með áherslu á kuldalega stemningu sem minnir um margt á Depeche Mode og annað rafpopp 9. áratugarins. Strengjaútsetningar Ólafs Arnalds bæta og dýpka lögin og hjálpta til við að búa til heildrænt yfirbragð á plötunni.

Það kennir ýmissa grasa plötunnar, allt frá dansvænum lögum sem minna á eldra efni sveitarinnar (“Overload”) yfir í myrkari smíðar (“Dry Land). Best tekst Bloodgroup upp þar sem jafnvægi milli beggja næst, t.d. í upphafslaginu “My Arms” þar sem sveitin tekst í senn að ná fram drungalegri stemningu yfir dansvænum tónum. Að öðru leyti eru lagasmíðarnar nokkuð jafnar og sem betur fer eru engin uppfyllingarlög sem draga heildina niður.

Bloodgroup – My Arms

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Það er ekki annað hægt en að hrósa Bloodgroup fyrir einkar faglega og vel heppnaða plötu, enda er hvorki hægt að setja út á lagasmíðar né hljóm. Dry Land er ef til vill ekki jafn grípandi við fyrstu hlustun og Sticky Situation og líklega ekki jafn tilvalin í partýið, en hún er hinsvegar mun betri og á líklega eftir að endast töluvert lengur og vonandi bera hróður sveitarinnar langt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.