• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Jólabörn dagsins: Matthías Magnússon & Ómar Eyþórsson

Útvarpsnördarnir Matthías (Matti) Magnússon og Ómar “Bonham” Eyþórsson eru jólabörn Rjómans í dag. Báðir hafa þeir unnið góða vinnu hvor í sínu horni en eiga þó rætur að rekja á svipaða grund og rennur mikið rokkblóð um æðir þeirra beggja. Eru þeir án efa þær raddir sem tónlistarunnendur hér á landi eru hve vanastir í amstri dagsins.
Matthías
(Matti) starfar nú sem einn stjórnenda Popplands á Rás2 en hefur það nú gott og blessað í faðmi fjölskyldunnar í feðraorlofi fram yfir jól.
Ómar stjórnar morgunþætti sínum alla virka morgna og Rúntinum á laugardögum á X-inu 97.7 og ætlar sér að eiga það náðugt hjá tengdaforeldrum sínum um jólin ásamt unnustu sinni.

Undanfarið ár hafa þeir báðir einnig tekið að sér að skemmta lýðnum utan útsendingartíma og leika þeir fyrir dansi um helgar á hinum og þessum kelduhúsum miðbæjarins sem plötusnúðar langt fram undir morgun.
Matthías og Ómar eru jólabörn dagsins:

mattipoppMatthías:

Hvað viltu í jólagjöf? : Góð headfóns
Besta jólaminningin?
: Öll jól eru bestu jól
Besti jólamaturinn?
: Hamborgarhryggurinn hennar mömmu
Besta músíkin í stressinu?
Slayer eða At The Drive In
Færðu ennþá í skóinn?
Nei en hann fer alltaf útí glugga
Hefuru fengið kartöflu í skóinn? :
já einu sinni og bað mömmu um að sjóða hana og borðaði með bestu lyst.
Hin fullkomnu jól? :
sofa til hádegis, keyra út pakkana og drekka alltof mikið kaffi í öllum heimsóknunum, svo heim að elda hrygginn hennar mömmu og borða borða borða…..
Besta jólagjöfin í „ástandinu”? :
ef skuldir mínar myndu hverfa..

ÓmarÓmar:

Hvað viltu í jólagjöf? : Mig langar óskaplega í mótorhjól í jólagjöf, jólahjól kannski. Nei djók
Besta jólaminningin?
: Besta jólaminningin er voða cheesy, góð stund í sveitinni í faðmi fjölskyldunnar þegar ég opnaði Castle Greyskull He-man höllina mína.
Besti jólamaturinn?
: Besti jólamaturinn er hamborgarahryggur.
Besta músíkin í stressinu?
: Besta músikin í stressinu er ný íslensk, mikið af góðu íslensku efni að dælast út, nýja Kimono platan kemur upp í hugann.
Færðu ennþá í skóinn?
: Fæ eina gjöf í skóinn, fékk “fullorðins” peysu, konan ehhh jólasveinninn að reyna að gera mig gamlan.
Hefuru fengið kartöflu í skóinn?
: Fékk einusinni kartöflu í skóinn og henti henni á áramótabrennuna alveg kolgeggjaður enda fordekrað einkabarn
Hin fullkomnu jól?
: Hin fullkomnu jól gerast alltaf 24 des ár hvert þegar stressið er búið
Besta jólagjöfin í „ástandinu”?
Besta jólagjöfin sem ég gef á þessum kreppujólum er íslensk barnabók sem ég gef litlu frænku sem fæddist og býr í noregi. Las bókina inná geisladisk og sendi með. Þá lærir frænka íslensku og kannast vonandi við röddina í frænda þegar hann kemur loksins í heimsókn. Hó Hó Hó

Rjóminn þakkar þeim Matta og Ómari kærlega fyrir bæði innlitið og liðið ár og óskar þeim báðum alls hins besta yfir hátíðarinnar og áframhaldandi lukku í leik og starfi á nýju ári!

Leave a Reply