Jólabörn dagsins: Pétur Örn Guðmundsson & Ragnar Ólafsson

péturPétur Örn Guðmundsson, oftar en ekki þekktur sem Pétur Jesú, þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum hér á landi. Pétur hefur lengi verið ein skærasta og bjartasta rödd landans og leiðir hina þjóðelskandi stuðsveit Buff sem nýverið sendi frá sér breiðskífuna Reyndu Aftur í samstarfi við Magnús Eiríksson.
Á plötunni flytur Buff bestu og þekktustu lög Magnúsar í nýjum búningi. Fylgir platan ævisögu Magnúsar sem kom út fyrir stuttu.
Pétur hefur einnig verið kenndur við allmörg tribute með annarri hljómsveit sinni Dúndurfréttir í gegnum tíðina og ferðaðist m.a. til Færeyja þetta árið þar sem sveitin lék Pink Floyd plötuna, The Wall, út í gegn ásamt sinfóníu þar í landi. Evróvisjón-farar Íslands hafa þá verið aðstoðaðir í allmörg skipti af honum Pétri Erni og er óhætt að segja að Pétur sé sá vinsælasti þegar kemur að aðstoð við tjáningar í míkrófón. Það eru ekki bara þeir stóru sem kannast við Pétur en litlu börnin ættu einnig að þekkja hann sem Mikka Mús í barnaefninu.
Pétur og félagar í Buff leika á Þorláksmessutónleikum Rásar 2 á Sódóma Reykjavík þann 23.desember ásamt góðum gestum.
Pétur er fyrsta jólabarn dagsins:

Hvað viltu í jólagjöf? : Nýja iMac tölvu með 27″ skjá…Quad core.
Besta jólaminningin? : Ratleikur sem við systkinin létum mömmu og pabba fara í til að finna gjafirnar þeirra árið 1987. Þau eru enn að leita.
Besti jólamaturinn? : Hryssuhryggur með marglyttufyllingu og lóuklobbasósu.
Besta músíkin í stressinu? : Hljómplatan “When my heart finds christmas” með Harry Connick Jr. , Abbey Road, og arían úr Töfraflautunni með Florence Foster Jenkins. Gúggliði það. Þið sjáið eftir því…..eða ekki.
Færðu ennþá í skóinn? : Já….Það.
Hefuru fengið kartöflu í skóinn? : Nei, ég hef alltaf verið voða þægur. Fékk þó einu sinni lasagna í skóinn. Subbulegt.
Hin fullkomnu jól? : Í bjálkakofa í Alaska með fjölskyldunni. Feldur á gólfi fyrir framan arineld, kakó í stórum bolla og úlfagól í nóttinni. Kuldinn er góður og myrkrið er hlýtt.
Besta jólagjöfin í „ástandinu”? : Kærleiksorð og fyrigefning til náungans…hver svo sem þessi náungi er. HVER ER HANN ? ? ?

Buff á MySpace

Þorláksmessutóneikar Buff og Rásar 2 á Sódóma Reykjavík

ragnarRagnar Ólafsson, einnig þekktur sem Raggi Trúbador, hefur svo sannarlega tekið landið með stormi á árinu sem er að líða. Hljómsveit hans, hin hugljúfa Árstíðir, hefur átt góðu gengi að fagna og hefur samnefnd plata sveitarinnar, sem kom út í sumar, selst vel en ásamt Ragnari eru það þeir Daníel Auðunsson, Gunnar Jakobsson, Hallgrímur Jensson, Jón Elísson og Karl Aldinsteinn sem mynda sveitina. Lag Árstíða, Ages, hefur fengið gríðarlega spilun á öldum ljósvakans og ekki laust við að sveitin sé á góðri leið með að verða sú ástsælasta í sínum geira hér á landi. Ragnar sér einnig vel fyrir sér sem einn vinsælasti trúbador landans og leiðir lifandi karaoke á hinum og þessum kráum bæjarins við góðan orðstír.
Árstíðir munu halda sérstaka jólatónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík á Þorláksmessu og hefjast tónleikar á slaginu 21.00.
Ragnar er annað jólabarn dagsins:

Hvað viltu í jólagjöf? : gítarstrengi og neglur
Besta jólaminningin? : að hlusta á John Lennon í sturtunni á áfangadag. Get ekki alveg útskýrt það, en þetta var bara geðveikt.
Besti jólamaturinn? : er svolítið veikur fyrir sænskri “jólaskinsku”
Besta músíkin í stressinu? : Björk, Gling Gló
Færðu ennþá í skóinn? : nej, en stundum í magann
Hefuru fengið kartöflu í skóinn? : já, og hún var útskorinn: á henni stóð Gleðileg jól
Hin fullkomnu jól? : …eru látlaus jól.
Besta jólagjöfin í „ástandinu”? : knús, og konjaksdreitill. Hvort tveggja yljar manni.

Árstíðir á Gogoyoko

Miðasala á Jólatónleika Árstíða á Þorláksmessu

Rjóminn þakkar þeim Pétri Erni og Ragnari kærlega fyrir innlitið í dag og óskar þeim góðs gengis á Þorláksmessu, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.