• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Jólabörn dagsins: Birgir “Biggi Í Maus” & Birgir “Biggibix”

Þeir Birgir Örn Steinarsson og Birgir Örn Sigurjónsson geta báðir litið til baka á árið sem er að líða stoltir, saddir og með bros á vör.

Sá fyrrnefndi hefur átt fínu gengi að fagna með hljómsveit sinni Króna undanfarið ár og einnig verið ákaflega vinsæll sem plötusnúður á skemmtistöðum á borð við Bar 11 í Reykjavík. Króna hafa átt góðu gengi að fagna með lögunum Þinn Versti Óvinur og Annar Slagur á árinu.
Birgir (Biggi í Maus) hefur einnig gert það gott sem fjölmiðlamaður en Birgir var þá til að mynda fyrsti ritstjóri tímaritsins Monitor en hefur nú róið á önnur mið.
Birgi ættu þó flestir að þekkja sem frumkvöðul, gítarleikara og söngvara hinnar goðsagnakenndu íslensku rokksveitar Maus.
Birgir Örn (Biggi í Maus) er annað jólabarna dagsins á Rjómanum:

biggimausBirgir Örn Steinarsson:

Hvað viltu í jólagjöf? : Bókina um 100 bestu plötur Íslandssögunnar
Besta jólaminningin? :  Fyrstu jólin með nýfæddri dóttur minni.
Besti jólamaturinn? : Konan mín gerir afbragðs hamborgarahrygg sem verður ekki toppaður.
Besta músíkin í stressinu? : Er aldrei stressaður.
Færðu ennþá í skóinn? : Neibb.
Hefuru fengið kartöflu í skóinn? : Neibb.
Hin fullkomnu jól? : Þegar það er nægur afgangur af hryggnum til að narta í daginn eftir.
Besta jólagjöfin í „ástandinu”? : “Ástandið” var það ekki þegar allir bandarísku hermennirnir voru að slá sér upp með íslensku stelpunum í seinni heimstyrjöldinni? ætli það hafi ekki þá verið smokkapakki og sleipiefni fyrir stelpurnar en haglabyssa fyrir aumingja íslensku piltanna?

KRÓNA á MySpace

Birgir Örn Sigurjónsson spratt fram á sjónarsviðið á árinu sem er að líða og hefur náð ágætis árangri með lögum sínum Oh My, Oh My og Situation en bæði lögin náðu á topp 10 á vinsældarlista Rásar 2 á þessu ári.
Birgir stefnir á útgáfu á sinni fyrstu breiðskífu í febrúar á næsta ári en platan hefur hlotið nafnið Set Me On Fire. Í millitíðinni hefur Birgir verið duglegur við að koma fram hvar og hvenær sem er hér og þar um landið.
Birgir Örn Sigurjónsson (Biggibix) er annað jólabarn dagsins á Rjómanum:

Birgir Örn Sigurjónsson: biggibix

Hvað viltu í jólagjöf? : Allt annað en kerti og spil
Besta jólaminningin?
: Þegar ég og systir mín fengum sitthvoran Stiga sleðann nítjáhundruðáttatíuogeitthvað… Þá var mikil gleði
Besti jólamaturinn?
: Hamborgarahryggurinn hennar mömmu er góður en ef það væri t.d. humar og saltfiskur þá yrði ég ótrúlega glaður
Besta músíkin í stressinu?
Margt sem kemur til greina en plöturnar: „Get it together“ með Diktu og „Terminal“ með Hjaltalín koma mér ágætlega útúr stressinu. Svo er líka lagið: „Time will tell“ með Sing for me Sandra afar hressandi.
Færðu ennþá í skóinn?
Nei, og það er ömurlegt! En mig grunar samt að einhverskonar jólasveinn muni redda þessu í ár…
Hefuru fengið kartöflu í skóinn?
Já fékk nokkru sinnum kartöflu í skóinn og var ekkert voðalega hrifinn. Hins vegar fékk sonur minn kartöflu í skóinn fyrir nokkrum árum og varð hæstánægður með hana, lét sjóða hana fyrir sig og borðaði hana svo með bestu lyst.
Hin fullkomnu jól?
Held ég hafi verið að upplifa nokkuð góð jól hingað til en ef ég væri með bæði börnin mín hjá mér um jólin væru þau fullkomin.
Besta jólagjöfin í „ástandinu”?
Ég legg til að fólk slaki á um jólin og gefi jólagjafirnar bara í febrúar, en þá kemur einmitt út diskurinn „Set me on fire“ með Biggabix sem myndi ábyggilega henta mörgum í jólagjöf.

BIGGIBIX á MySpace

Við hér á Rjómanum óskum þeir Birgi Erni Steinarssyni og Birgi Erni Sigurjónssyni gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum innlitið kærlega!

Leave a Reply