Ólafur Arnalds fagnar útgáfu í Salnum í kvöld

ÓlafurHið unga og athyglisverða tónskáld Ólafur Arnalds, fagnar útgáfu plötu sinnar Found Songs í Salnum í Kópavogi í kvöld.
Ólafur gaf plötuna út erlendis fyrir allnokkru síðan undir merkjum Erased Tapes en gefur nú sjálfur út plötuna hér á landi á meðan Afkimi aðstoðar við dreifingu.

Í fréttatilkynningu segir;
Found Songs er sjö laga stuttskífa með merkilega sögu sem hófst í apríl á þessu ári. Þá hóf Ólafur gerð lagaraðar, Found Songs, þar sem ætlunin var að semja sjö lögeitt á dag í viku – til að halda listsköpun sinni gangandi og nýta hugmyndir sem ekki höfðu náð að rata á fyrri plötur hans. Verkefnið var óvenjulegt á marga vegu, til dæmis voru lögin afhjúpuð og gefin frítt til niðurhals samstundis og þau voru fullkláruð í gegnum vefsíðuna Twitter, prýdd list frá aðdáendum Ólafs í gegnum myndasíðuna Flickr. Á endanum höfðu rúmlega 100.000 manns halað verkefninu niður.

Found Songs hefur fengið frábæra dóma hér heima og erlendis og fékk m.a. fjórar stjörnur af fimm hjá tímaritinu UNCUT og komst á lista yfir bestu plötur ársins hjá Milk Factory og MusicOHM.

YouTube: Ólafur Arnalds – Ljósið

Ólafur mun fljúga til landsins sérstökum tæknimönnum hingað til lands til að aðstoða sig við tónleikana en þeir hafa unnið með honum úti um þónokkurt skeið. Sömuleiðis segir Ólafur þetta stærstu uppsetningu sína hérlendis frá upphafi.

Hljómsveitin Hudson Wayne sér um upphitun en miðaverð er 2000 krónur. Tónleikar hefjast um 20.00.

Teljum við hér á Rjómanum að enginn ætti að láta þessa tónleika framhjá sér fara!

Found Songs á Gogoyoko
Miðasala á tónleika Ólafs í Salnum

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.