• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Jólabörn dagsins: Atli Fannar Bjarkason & Haukur S. Magnússon

Fjölmiðlaprinsarnir Atli Fannar Bjarkason og Haukur S. Magnússon eru ekki ókunnugir tónlistinni. Atli henti sér um hóla og hæðir og sleikti míkrafóninn með hljómsveit sinni frá Selfossi Hölt Hóra fyrir ekki svo löngu síðan en sveit sú er víst “on hiatus” (eins og kaninn segir) og Haukur slær strengina af hörku með einni forvitnilegustu sveit landsins, Reykjavík!
Unun þeirra á tónlistinni helst hendur í hendur við störf þeirra við fjölmiðlun en Atli Fannar fluttist nýverið á Fréttablaðið eftir að hafa ritstýrt menningartímaritinu Monitor um þónokkra stund en einnig stýrði hann samnefndum sjónvarpsþætti á Skjá einum í sumar.
Haukur spýtir í lófana dag hvern og ritstýrir nú hinu frækna The Reykjavík Grapevine sem hann tók við fyrir ekki svo löngu. Báðir telja þeir sér skylt að leiðbeina og fræða landann um allt milli himins og jarðar og hingað til hefur fátt klikkað!
Prinsar fjölmiðlaheimsins þeir Atli Fannar og Haukur eru jólabörn dagsins!

atli fannarAtli Fannar:

Hvað viltu í jólagjöf?: Pönnu.
Besta jólaminningin?: Jólin sem ég fékk Nintendo Entertainment System frá pabba skyggja ekki bara á aðrar jólaminningar, heldur skyggja þau á flest sem hefur gerst í lífi mínu síðan.
Besti jólamaturinn? : Ég er mest fyrir malt og appelsín. Hitt er fínt.
Besta músíkin í stressinu? : Þegar jólin eru um það bil að buga mig finnst mér gott að hlusta á jólalagið hans Helga Björns, Ef ég nenni. Annars hlusta ég bara Interpol eða Radiohead þegar ég vil slaka á og það breytist ekki um jólin.
Færðu ennþá í skóinn?
Þegar maður býr á Njálsgötu fær maður í skóinn allan ársins hring. Ég fékk t.d notaðan smokk í nótt.
Hefuru fengið kartöflu í skóinn? : Já og ég gleymi því aldrei. Ég var fjögurra ára og hef hagað mér eins og engill síðan.
Hin fullkomnu jól?…Líða hratt.
Besta jólagjöfin í „ástandinu”? : Flatskjár.

haukurHaukur:

Hvað viltu í jólagjöf? : Vélsleða og haglabyssu.
Besta jólaminningin? : Jólin sem ég rúllaði niður Ródeó með haglabyssu. Þá var nú gaman – fólkið þarna hafði ekki séð brúnan mann síðan afi þess og amma keyptu einn.
Besti jólamaturinn? : Eitthvað svona fuglasjitt, sérstaklega ef pabbi eldar. Rjúpur og endur og gæsir og það allt. Mjög næs.
Besta músíkin í stressinu? : Jólamúsík eða venjuleg? Mér finnst alltaf voða næs og afslappandi að hlusta á Music for 18 Musicians m/Steve Reich – sömuleiðis Pygmalion m/Slowdive, Going Blank Again m/Ride og/eða Smeared m/Sloan. En í jóla? Þá er voða næs að hlusta á jólaplötuna með Low. Ég keypti hana af þeim þegar þau spiluðu í Háskólabíói um árið (eða fyrir tíu árum eða hvað). Þau voru voða feimin og næs.
Færðu ennþá í skóinn? : Merkilegt nokk, þá fæ ég ennþá í skóinn! Ég er búinn að fá þverslaufu, gyðingahörpu, nef-flautu og Stephen King bók.
Hefuru fengið kartöflu í skóinn? : Ég man það ekki… en ég hef fengið slatta af mandarínum. Þær eru voða góðar.
Hin fullkomnu jól? : Nóg að lesa, éta og drekka. Og mikið af fjölskyldu. Snjór er líka voða næs. Og þau eru víst á Ísafirði, hef ég heyrt.
Besta jólagjöfin í „ástandinu”? : Vélsleði og haglabyssa.

Rjóminn þakkar þeim drengjum fyrir innlitið og óskar þeim alls hins besta um hátíðarnar og velgengni í leik og starfi á komandi ári!

Reykjavík! – The Blood á Gogoyoko

Hölt Hóra á MySpace

Leave a Reply