The Shins + Gnarls Barkley = Broken Bells

broken-bellsÞað verður að segja eins og er: þetta samstarfsverkefni hljómar eins og eitt það alfurðulegasta sem fregnir hafa borist af. Hiphop-listamaðurinn Danger Mouse (höfuðpaur Gnarls Barkley) og James Mercer, söngvari og aðal-lagahöfundur The Shins, hafa komið saman og skipa nú dúettinn Broken Bells. Breiðskífa er væntanleg í byrjun mars en eins og gengur og gerist eru nú nokkur lög farin að eignast sjálfstætt líf á alnetinu. Það sem ég hef heyrt hljómar bara déskoti vel – enda ekki við öðru að búast þegar að tveir snjallir popptónlistarmenn koma saman. Þess má til gamans geta að platan ber titilinn The High Roads.

Broken Bells – Vaporize

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.