• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Forrit sem lagar til í iTunes

Hver kannast ekki við að eiga fullt af tónlist inni á tölvunni sinni. Jafnvel svo mikið að hún er öll komin í rugl, vitlaust skráð plötuheiti eru í belg og biðu í bland við rangar myndir – nú, eða hreinlega engar.Web

Þeir sem glíma við þetta vandamál og nota forritið iTunes ættu heldur betur að geta glaðst, því forritið Tune Up er komið til að bjarga málunum! Með nokkrum músarsmellum sér forritið sjálfkrafa um að bæta við viðeigandi plötuumslögum þar sem vantar og hreinsa til í lagaheitum og öðru. Hægt er að prófa forritið ókeypis en þá tekur það takmarkað til – sem er þó skárra en ekkert, ekki satt?

Hægt er að skoða forritið nánar á heimasíðu þess auk þess sem hér er lítið fræðslumyndband fyrir áhugasama:

Þannig að: Ef þið eruð með ofnæmi fyrir Track 01 og félögum en nennið ekki að eyða nokkrum dögum í að laga 10.000 lög þá er Tune Up málið.

tuneup

2 Athugasemdir

  1. Guðmundur Vestmann · 08/01/2010

    Jess! Ég elska allt sem reiðir á ‘hver kannast ekki við’ !

  2. Samúel Jón Gunnarsson · 08/01/2010

    Svo er líka til forrit sem heitir pollux sem hefur verið frítt til þessa en þeir virðast ekki vera að anna álagi http://polluxapp.com/

Leave a Reply