Íslensk tónlist árið 2010

Eftir að hafa staldrað svolítið við og rýnt í nýliðið ár er fátt annað að gera en halda bara áfram á leið sinni – og skyggnast ef til vill inn í framtíðina ef þess gefst kostur. Það virðist bara stefna í þokkalegt tónlistarár á Íslandi og er ljóst að höfuðuvígi íslenskrar tónlistarflóru verður í grasrótinni.

miri3-450x300Austfirski rokk-kvarettinn Miri sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu á vegum Kimi Records í mars eða apríl. Þetta er þó önnur plata sveitarinnar en árið 2006 gaf hljómsveitin út EP-plötuna Fallegt Þorp. Upptökur og hljóðblöndun annast fjöllistamaðurinn Curver en hann vann einmitt að fyrri plötu drengjana líka.

Önnur skífa sem væntanleg er frá Kimi Records er frumburður harðkjarnasveitarinnar Swords of Chaos. Nafninu á plötunni er haldið leyndu enn sem komið er en meðlimir segja að það sé sótt í lítið þekkt málverk. Þrátt fyrir að platan sé rétt að lenda þá hefur bandið ákveðið að taka sér pásu um óákveðinn tíma og því verður ekki hægt að sjá þá leika lög af plötunni á næstunni. Lokatónleikar bandsins voru háðir á Kaffibarnum síðastliðinn fimmtudag og fyrir ykkur sem misstu af þeim: svekk!

1208232489_lAllt lítur út fyrir að Rökkurró sendi frá sér aðra breiðskífu sína þetta árið. Hún var tekin upp í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar, af Alex Sommers. Rjómanum hefur ekki tekist að grafa upp nafn á gripnum, né útgáfudag, en getur þó fullyrt að upptökum sé lokið og því fátt annað að gera en að leyfa tónlistarunnendum að heyra og njóta.

Eins og Rjóminn hefur greint frá, þá er Jónsi úr Sigur Rós að senda frá sér sína fyrstu sólóplötu. Platan ber nafið Go og er væntanleg í búðir 22. mars.  Nú þegar hafa aðdáendur fengið tækifæri til að heyra lagið “Boy Lilikio” og kom eflaust mörgum á óvart að heyra texta lagsins sunginn á ensku. Jónsi mun fylgja plötunni eftir með heljarmiklu tónleikaferðalagi og verður gaman að sjá hvernig Jónsi spjarar sig án Sigur Rósar.

Jónsi – Boy Lilikoi

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

For+a+Minor+Reflection+x_5fc5a2a9Önnur hljóðversskífa For a Minor Reflection mun koma út árinu. Piltarnir ferðuðust alla leið til Los Angeles til að taka plötuna upp með upptökustjóranum Scott Hackwith sem m.a. hefur unnið með stórfiskum eins Ramones og Iggy Pop. Árið 2007 gáfu F.A.M.R út plötuna Reistu þig við, sólin er komin á loft og því alveg komin tími á nýtt efni frá bandinu.

Seabear mun loksins snúa aftur með nýja plötu í ár – réttara sagt tvær plötur. Annarsvegar er það breiðskífan We Built A Fire og hinsvegar stuttskífan While The Fire Dies. Plöturnar munu koma út samtímis á vegum þýska útgáfufélagsins Morr Music. Fyrsti singúlinn var gefinn út á vefsíðu Morr á nýliðnu ári, “Lion Face Boy”.

Seabear – Lion Face Boy

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Nýklassíkerinn Ólafur Arnalds mun senda frá sér sína fimmtu plötu í ár. Þrjú ár eru síðan hans fyrsta breiðskífa kom út, Eulogy for Evolution, en síðan þá hefur hann þó gefið út þrjár stuttskífur – nú síðast Found Songs í lok árs 2009.

Olof_133_small_300_217Ólöf Arnalds mun lauma út sinni annarri plötu með hækkandi sól. Platan ber víst það skemmtilega nafn Ókídókí og var tekin upp í Sundlauginni. Lítið hefur heyrst frá Ólöfu síðan hún gaf út sína fyrstu plötu árið 2007, Við og við.

Að lokum, þá hefur heyrst að Sudden Weather Change og Reykjavík! séu með einhverskonar samstarfsverkefni í gangi. Þeir tóku upp plötu saman, sem má reikna með að sé split skífa, og má draga þá ályktun að platan komi út á vegum Kimi Records.

Þegar líður á árið mun þessi listi svo auðvitað lengjast og lengjast og mun Rjóminn gera sitt besta svo að lesendur séu nú alveg örugglega með á nótunum.

4 responses to “Íslensk tónlist árið 2010”

  1. Fullt af spennandi dóti! Ef einhver veit um meira endilega kommenta.

  2. Benni Hemm Hemm gefur út tvær, ef ekki þrjár, plötur á árinu. EP platan Retaliate kemur út í mars/apríl og svo er stór plata á teikniborðinu. Hún kemur út í nóvember.

  3. Gylfi blndal says:

    Hudson Wayne snúa aftur með skífuna How Quick Is Your Fish í Mars, en það eru 12 Tónar sem gefa út.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.