• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Peter Gabriel og indí-ábreiður

peter-gabriel-850-100Gamli Genesis hundurinn og 80’s goðið Peter Gabriel kom tónlistaráhugafólki heldur betur á óvart þegar hann spann ábreiðu af “Cape Cod Kwassa Kwassa” ásamt Hot Chip. Hugmynd Hot Chip að fá Gabriel með sér í lið hefur nú sennilega sprottið upp af línunni ‘But this feels so unnatural / Peter Gabriel too’ sem Vampire Weekend söng í upprunalegu útgáfunni. Uppátækið vakti töluverða kátínu og lítur út fyrir að Peter Gabriel sé nú að reyna að glæða tónlistaferil sinn lífi með svipaðri hugmynd. Væntanleg er nefnilega ábreiðuskífa sem mun innihalda að mestu leiti lög eftir indí-tónlistamenn. Þar mætti nefna “Flume”, lag Bon Iver, “My Body Is A Cage” eftir Arcade Fire, “Aprés Moi” eftir Reginu Spektor og “The Book Of Love” eftir The Magnetic Fields. Einnig er að finna lagasmíðar eftir stærri nöfn á borð við Neil Young, Lou Reed og Radiohead. Hvort útkoman verði áheyrileg er enn óljóst en framtakið er að minnsta kosti stór skemmtilegt.

Hot Chip + Peter Gabriel – Cape Cod Kwassa Kwassa

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply