Ný plata frá Lali Puna

Það eru komin ár og dagur síðan síðast heyrðist í þýsku rafpoppurunum Lali Puna, eða réttara sagt heil 6 ár síðan síðasta breiðskífa, Faking the Books, kom út. Síðan þá hefur sveitin reyndar sent frá sér stöku lög á safnplötum og sýslað í öðrum verkefnum en forsprakki sveitarinnar, Markus Acher, er einnig í The Notwist og fleiri skyldum böndum. Lali Puna spilaði á Iceland Airwaves árið 2007 ásamt mörgum öðrum Morr Music sveitum, en eins og venjulega gefur útgáfan sú einmitt út væntanlega skífu hljómsveitarinnar. Gripurinn nefnist Our Inventions og kemur út 1. apríl næstkomandi en fyrsta lagið sem gert hefur verið opinbert heitir “Remember”, hlustum á það:

Lali Puna – Remember

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.