Af Animal Collective

2r5uqypSýrupopparnir í Animal Collective frumsýndu á Sundance kvikmyndahátíðinni verkið ODDSAC. ODDSAC er sumsé sjónræn plata, eins og fjórmenningarnir orða það, og hefur verið í vinnslu í um fjögur ár. Danny nokkur Perez sér um myndefnið en hann hefur áður leikstýrt nokkrum myndböndum fyrir bandið. Hljóðrásinni úr myndinni hefur verið leikið á netið og getur undirritaður staðfest að um er að ræða vel súrt og sækadelískt ferðalag. Við íslendingar fáum nú sennilea ekki tækifæri til að sjá myndina (eða réttara sagt plötuna) á hvítu tjaldi en stefnt er að DVD-útgáfu í júní.

Stikla fyrir ODDSAC

Laginu hér að neðan verð ég svo að skjóta að. Það er tekið á nýútkominni breiðskífu hins þýska Pantha du Prince. Platan heitir Black Noise og kom út á vegum Rough Trade í dag, 8. febrúar. Það er þó ekki frásögu færandi nema fyrir það að hér mætir Animal Collective-meðlimurinn Panda Bear og leikur gestahlutverk.

Pantha du Prince feat. Panda Bear – Stick to My Side

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.