Blonde Redhead í Dungeons & Dragons

Tríóið Blonde Redhead samdi og spilaði nýlega tónlist fyrir væntanlega heimildarmynd um hlutverkaleikinn Dungeons & Dragons sem nefnist The Dungeons Masters og verður hún frumsýnd innan skamms. Myndina gerði kvikmyndagerðarmaðurinn Keven McAlester, sem áður gerði hina fínu You’re Gonna Miss Me sem fjallaði um snillinginn hugsjúka Roky Erickson úr sækadelíusveitinni The 13th Floor Elevators, og verður fróðlegt að sjá hvernig að hann tæklar hlutverkjaleikjanörda. Upphafs- og endalög The Dungeons Masters hafa verið gerð opinber, spyrnt saman í einn lítinn mp3 – veskú:

Blonde Redhead – Il Padroni (Main Theme/Final Reprise From The Dungeon Masters)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

One response to “Blonde Redhead í Dungeons & Dragons”

  1. […] um sveitina Blonde Redhead frá því hún gaf út hina frábæru 23 fyrir þremur árum. Tríóið gerði reyndar tónlist nýlega við heimildarmyndina The Dungeon Masters og ýmsar vísbendingar gefa til kynna að Kazu Makino og […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.