Það besta árin 2000-2009?

spoonph2Í desember gerði vefsíðan Metacritic upp fyrsta áratug þessarar aldar í nokkrum ansi skemmtilegum topplistum. Þar kemur meðal annars fram að strákarnir okkar í Sigur Rós eru 2. besta hljómsveit áratugarins samkvæmt gangrýnendum. Þeir fylgja á eftir amerísku indírokkurunum í Spoon sem hljóta þar af leiðandi titilinn ‘Besta sveit áratugarins’. Bronsið hreppir svo Super Furry Animals. Þar að auki eru teknir saman listar yfir bestu listamennina eftir tónlistastefnum. Til að mynda er Outkast valin besta hiphop-bandið, Four Tet besti raftónlistarmaðurinn og Bob Dylan besti ‘singer-songwriter’.

smilebrianwilsonEinnig er farið út í stök verk og hreppir Brian Wilson titilinn ‘Besta plata áratugarins’ fyrir Smile. Besti frumburður tónlistamans þykir vera Boy In Da Corner eftir Dizzee Rascal. Elephant eftir White Stripes þykir besta indí-plata þessara 10 ára og Stankonia þeirra Outkast-liða sú besta í flokki hiphops.

Einna áhugaverðastur þykir mér þó listinn yfir þá tónlistamenn sem dala hvað mest með árunum. The Dandy Warhols trjóna þar á toppnum, Badly Drawn Boy lendir í fjórða sæti og The Strokes í því fimmta. Ég get nú alveg verið sammála þessu: öll þrjú böndin eiga frábæra skífu árin 2000 og 2001 en svo versna plöturnar bara og versna.

Fyrir áhugasama þá má sjá listann í heild hérna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.