Páll Óskar fertugur

Tónleikar á Nasa ásamt Hjaltalín 18. mars n.k. Miðasala hefst í dag.

Í dag, föstudag, hefst miðasala á tónleika Hjaltalín og Páls Óskars í tilefni af fertugsafmæli þess síðarnefnda á midi.is

Páll ÓskarHinn síungi diskókóngur og eina sanna íslenska stórdiskódíva, Páll Óskar fagnar, ótrúlegt en satt, fertugsafmæli sínu þann 16.mars næstkomandi. Að því tilefni verður blásið til mikillar veislu á veitingastaðnum NASA í kringum afmælisdaginn, með ýmsum tónleikum og uppákomum þar sem Páll Óskar verður í aðalhlutverki.

Liður í þessum hátíðarhöldum verða tónleikar fimmtudagskvöldið 18. mars þar sem Páll Óskar mun ásamt hlómsveitinni Hjaltalín leika lög sem spanna breiðan og fjölbreytilegan tónlistarferil hans.

Páll Óskar hefur verið ein helsta poppstjarna Íslands allt frá því að hann gaf út frumraun sína og óð sinn til diskótónlistar, Stuð, árið 1993. Á eftir fylgdu sólóplöturnar Palli (1995), Seif (1996) & Deep Inside (1999) áður en að samstarf Páls Óskars við hörpuleikarann Monkiku Abendroth gaf af sér plöturnar Ef ég sofna ekki í nótt (2001) og Ljósin heima (2003).  Annað samstarfsverkefni, við kokteil- og salsasveitina Milljónamæringana, gat af sér plöturnar Milljón á mann (1994) og Þetta er nú meiri vitleysan (2001) & annað svipað verkefni var platan Stereo (1998) þar sem Páll Óskar og hljómsveitin Casino léku þekkta kokteil & bossa nova slagara. Árið 2007 var aftur kominn tími á diskógallann og dansskóna þegar að hin metnaðarfulla og feykivinsæla plata Allt fyrir ástina leit dagsins ljós.

Af fyrrgreindu má ráða að Páll Óskar hefur komið víða við og verið ófeiminn við að reyna nýja og mismunandi hluti á tónlistarferli sínum. Það dugði því ekkert minna til en tvöfaldur risapakki, þar sem helmingurinn var tileinkaður danssmellum Páls Óskars en hinn hlutinn rólegri hlið diskódýrsins, þegar að metsölusafnplatan Silfursafnið kom út árið 2008.

Á alþjóðlegum vettvangi er fyrst og fremst hægt að taka til þáttöku Páls Óskars í Eurovision árið 1997 með laginu “Minn hinsti dans”. Þrátt fyrir að lagið hafi ekki skorað hátt í keppninni sjálfri eru Eurovision-sérfræðingar á einu máli um að með framlaginu hafi Páll Óskar markað djúp spor og að einhverju leyti breytt ásjónu Eurovision keppninnar til frambúðar.

Hjaltalín hefur áður komið fram með Páli Óskari á síðastliðinni Airwaves tónlistarhátíð. Frumburður HjaltalínSleepdrunk Seasons kom út árið 2007 og á síðasta ári gaf sveitin út plötuna Terminal sem hefur víðast hvar verið valin plata ársins af íslenskum tónlistargagnrýnendum.

Tónleikarnir fimmtudaginn 18.mars hefjast klukkan 22:00 (húsið opnar 21:00) & munu Hjaltalín leika eigið efni áður en Páll Óskar stígur á svið með þeim.

Miðaverð er 2.000 ÍKR á midi.is en 2500 ÍKR við hurð.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.