• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ný Bonnie ‘Prince’ Billy plata í mars

Bonnie ‘Prince’ Billy, eða Will Oldham eins og mamma hans kallar hann líklega, er síður en svo á þeim buxunum að draga sig í hlé. Undanfarin ár hefur kappinn haft glænýja plötu tilbúna þegar vetur fer að líða undir lok. Hann hefur reyndar líka verið duglegur að gefa út tónleikaplötur og ep á milli svo að Oldham aðdáendur hafa ætíð einhverja nýja útgáfu til að gleðjast yfir. Þetta árið er engin undantekning og í lok mars er 10 laga hljómplatan The Wonder Show of the World væntanleg, en í þetta skiptið fær Bonnie ‘Prince’ Billy sveitina The Cairo Gang með sér. Eins og vanalega er það Drag City sem gefur út vestan hafs og Domino í Evrópu, en fyrrnefnda City útgáfan sendi í vikunni út lag til kynningar, “Play, Guitar, Play”, sem verður reyndar ekki með á plötunni – en ætti þó líklega að gefa nasasjón af skífunni:

Bonnie ‘Prince’ Billy & the Cairo Gang – Play, Guitar, Play

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sú var tíðin að Will Oldham skipti um nafn eins og nærbuxur og voru meiri líkur en minni á að næsta plata frá honum yrði undir nýju nafni. Sumir vilja nú meina að hans besta efni hafi komið undir hinum ýmsu Palace afbrigðum og þar sem ég er á þeirri skoðun fannst mér upplagt að rifja upp nokkra “smelli” – svei mér þá…

Palace Brothers – I Am a Cinematographer (af Days in the Wake, 1994)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Palace Music – You Have Cum In Your Hair And Your Dick Is Hanging Out (af Arise Therefore, 1996)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Palace Music – New Partner (af Lost Blues and Other Songs, 1997)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply