• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Stafrænn Hákon

 • Birt: 24/02/2010
 • Höfundur:
 • Skoðanir: 1

Sjötta afurð tónlistarmannsins Ólafs Josephssonar, betur þekktur undir nafninu Stafrænn Hákon kemur út á vegum bandarísku útgáfunnar Darla Records og fer í drefingu hjá 12 tónum.  Afurðin hefur fengið nafnið Sanitas og inniheldur 12 lög.  Stafrænn Hákon hefur verið iðinn við útgáfu frá því snemma á árinu 2001 er hann sendi frá sér sína fyrstu skífu.  Síðan þá liggja eftir hann 6 breiðskífur og fjöldinn allur af stuttskífum.

Á Sanitas hefur Stafrænn Hákon farið í samstarf við hina afar rótgrónu bandarísku jaðarútgáfu Darla Records sem unnið hefur með listamönnum á borð við Robin Guthrie, Harold Budd, My Morning Jacket, Manual og Piano Magic svo einhverjir séu nefndir.  Sanitas er full af grípandi og seiðandi melódíum sem fanga hlustendann svipað og þegar svangur reiður emúi fangar bráð sína.  Stafrænn hefur með þessari skífu fært sig töluvert frá hljóðheimi síðustu afurða og hallast meira að þyngri hljóðheimi og popp skotnum lagasmíðum. Lagasmíðarnar eru því orðnar beittari og sveimkenndur hljóðheimurinn hefur verið þynntur upp með þungum gítartónum og útpældum trommuslögum.

Í laginu ”Second to none” má greina hversu gítarheimurinn er orðinn þéttur og í leiðinni harðari, þó undir niðri krauma fallegar raddir og melódíur sem mynda skemmtilega samblöndu af síðrokki , þungu rokki og poppi sem hægt væri að lýsa sem einskonar Power-Ambienti.  Stafrænn lætur þó ekki sigrast á popp skotnu efni heldur siglir inní torkenndan þyngri hljóðheim eins og má heyra dátt í hinni margþrungnu lagasmíð tileinkuð stjörnuleikaranum Val Kilmer, sem annars hefur haft mikil áhrif á stefnu Stafræns Hákons.  Í sjö af 12 lögum á Sanitas má heyra söng frá Magnúsi Frey, Daniel Lovegrove og Minco EggersmanSamúel White sem hefur verið hægri hönd Stafræns Hákons í gegnum tíðina leggur til sterkar og grípandi lagasmíðar í 4 lögum.  Samstarf Stafræns við hinn enska Daniel Lovegrove heldur áfram hér sem fyrr og ekki má gleyma fögrum gítarlínum frá Lárusi Sigurðsyni. Stafrænn Hákon hefur aldrei hljómað betur en á þessari skífu sem ætti að gleðja hungraða tónlistarunnendur jafnt sem flíspeysu klæddann vísítölufjölskyldumann.

Stafrænn Hákon – Emmergreen

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Stafrænn Hákon – Temporality

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

1 Athugasemd

 1. Ulf Kjell Gür · 24/02/2010

  Life is one long insane trip. Some people just have better directions.
  Yes, you are one of those…

Leave a Reply