Napalm Death austur á firði í sumar

Breska harðkjarna/öfgarokksveitin Napalm Death hefur staðfest það á heimasíðu sinni að sveitin muni heimsækja Eistnaflugshátíðina á Neskaupsstað í sumar.

Sveitin sem gaf út plötuna Time Waits For No Slave, þá fjórtándu í röðinni, á síðasta ári hefur lengi verið í uppáhaldi hjá flösuþeyturum landsins og koma þeirra á þessa sveittu og vinsælu þungarokkshátíð landans á án efa eftir að draga að sér nokkurn fjölda.
Ásamt Napalm Death verður það rjóminn af þungarokksveitum landsins sem sameinast á Neskaupsstað og má þar nefna XIII, Morðingjana, In Memoriam og nýkrýnda sigurvegara Global Battle Of The Bands hér á landi, Endless Dark auk fjölda annarra sveita.

Rjóminn hvetur lesendur sína til að íhuga ferðalag austur í sumar hvort sem um er að ræða fyrsta skipti eða það fimmta.

Viljum við hér með benda á heimasíðu sveitarinnar en þar má skoða ferðalag þeirra félaga næstkomandi sumar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.