• facebook
 • soundcloud
 • twitter
 • youtube
 • mail

Ornette Coleman áttræður

Við skrifum nú ekki oft um jazz hér á Rjómanum og mættum ef til vill gera meira af því. Eins og af fyrirsögninni má ráða er ansi góð ástæða fyrir þessum skrifum því nú í dag á bandaríski saxófónleikarinn Ornette Coleman stórafmæli og fagnar 80 árum á þessari jarðkringlu. Fyrir þá sem ekki þekkja er Ornette Coleman einn af helstu frumkvöðlum jazz tónlistarinnar og hefur verið í framvarðarsveit framúrstefnujazzins í yfir 50 ár.

Þekktasta og áhrifamesta hljómplata Coleman er líklega The Shape of Jazz to Come (1959) en í allt hefur hann gefið út um fimmtíu plötur á ferlinum en fyrir síðustu plötu sína, Sound Grammar (2006), hlaut Coleman bæði Grammy og Pulitzer verðlaunin.

Ornette Coleman hefur haft gífurleg áhrif, bæði í jazzi sem og í öðrum tónlistarstefnum, og meðal fjölmargra ólíkra tónlistarmanna sem tilgreint hafa hann sem áhrifavald eru  John Zorn, Frank Zappa, Lou Reed, Patti Smith, Sonic Youth, Moby, Red Hot Chili Peppers og Yo La Tengo.

Við óskum Ornette að sjálfsögðu til hamingju með afmælið og rifjum upp nokkur gömul lög úr smiðju meistarans.

Ornette Coleman – Eventually (af The Shape of Jazz to Come (1959))

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ornette Coleman – Kaleidoscope (af This Is Our Music (1960))

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Ornette Coleman – Rock The Clock (af Science Fiction (1972))

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

2 Athugasemdir

 1. Indra · 09/03/2010

  Sæll Rjómi.
  Bendi á þátt Víðsjár á Rás 1 síðasta föstudag sem var helgaður Ornette áttræðum.

 2. Pétur Valsson · 09/03/2010

  Takk fyrir ábendinguna, Indra!

Leave a Reply