Woodsist

Plötur hins öfga lo-fi, indí útgáfufélags Woodsist nutu töluverða vinsælda á meðal tónspekúlanta á síðastu tveimur árum. Mætti þar helst nefna Wavves, Kurt Vile og Real Estate. Þetta árið er Woodsist með þónokkrar plötur í bígerð en spenntastur er ég fyrir væntalegri breiðskífu Woods og frumburði sveitarinnar White Fence.

Woods, eigendur Woodsist, gáfu út frábæra plötu í fyrra, Songs of Shame, sem endaði á ansi mörgum árslistum 2009 – og þar á meðal  í 18. – 21. sæti á árslista Rjómans. Nýja skífan mun bera nafnið At Echo Lake og kemur út í maí. Af eina hljóðdæminu sem lekið hefur af plötunni má heyra að Woods eru að feta sama slóða og á síðustu plötu: sérstaklega sérviskuleg blanda af kántrímúsík og lo-fi indírokki.

Woods – I Was Gone (af At Echo Lake)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Woods – Military Madness (af Songs og Shame)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

White Fence er hugarfóstur Tims nokkurs Presley og er bandið gert út frá San Francisco. Á ferð sinni flækist White Fence um hinar og þessar períódur tónlistarsögunnar: heimsækir Syd Barret-tímabil Pink Floyd, bresku pönksenuna, bandarískt sýrurokki frá sjöunda áratuginum og þýska klámmynda tónlist – svo eitthvað sé nefnt. Platan mun bera sama nafn og bandið sjálft og kemur út í apríl.

White Fence – The Love Between (af White Fence)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

White Fence – Destroy Everything (af White Fence)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.