• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Alex Chilton úr Big Star / Box Tops látinn

Í gær lést bandaríski tónlistarmaðurinn Alex Chilton aðeins 59 ára að aldri, en talið er að orsökin hafi verið hjartaáfall. Chilton hefur lengi verið í hávegum hafður meðal tónlistargrúskara og var aðeins 16 ára þegar hann söng stórsmellinn “The Letter” með hljómsveit sinni Box Tops, sem m.a. sat í fjórar vikur á toppi Billboardslistans haustið 1967.

Box Tops – The Letter (af The Letter/Neon Rainbow, 1967)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Árið 1971  stofnaði Chilton hljómsveitina Big Star en auk þess að syngja og spila á gítar samdi hann flest lög sveitarinnar. Big Star gaf út tvær plötur, #1 Record (1972) og Radio City (1974) áður en sveitin leystist upp árið 1974, stuttu eftir að hafa lokið upptökum á sinni þriðju breiðskífu, Third/Sister Lovers (1978), sem kom þó ekki út fyrr en fjórum árum seinna. Engin af plötum sveitarinnar náði miklu vinsældum en urðu þó gífurlega áhrifamiklar og hafa óteljandi hljómsveitir og tónlistarmenn lýst yfir aðdáun sinni á Big Star og þakið lög sveitarinnar.

Big Star – Thirteen (af #1 Record (1972))

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Big Star – Take Care (af Third/Sister Lovers (1978))

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Eftir að Big Star hætti hefur Alex Chilton gefið út fjölda sólóplatna, auk þess sem að taka þátt í endurkomu beggja sveitanna sinna. Box Tops komu aftur saman um miðjan 10. áratuginn, gáfu út nýja plötu árið 1998 og hafa spilað reglulega síðan. Big Star star var endurvakin árið 1993 og gáfu út plötu með nýju efni 2005, auk þess sem fjöldi safnplatna hefur komið út – nú síðast fjögurra diska safnið Keep an Eye on the Sky síðasta haust sem inniheldur allflestar upptökur sveitarinnar frá árunum 1971-1974 .

Big Star áttu að koma fram á SXSW hátíðinni nú um næstu helgi en væntanlega verður ekkert af því vegna sviplegs fráfalls Chiltons. Við endum þessa stuttu upprifun og kveðjum Alex Chilton með því að rifja upp tvær frábærar þekjur af lögum hans…

Elliott Smith – Thirteen (af New Mooon, 2007)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Yo La Tengo – Take Care (af Summer Sun, 2003)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply