Franskt Föstudags-Fílgúdd

Tónlist getur vakið upp margar mismunandi tilfinningar í okkur. Sum tónlist getur haft svo djúpstæð áhrif á mann að lífið verður ekki samt eftir hlustun.

Stundum nennir maður hinsvegar ekki að heyra þunglyndan snilling væla yfir öllu því sem er að í lífinu, eða hlusta á tvo tíma af hörpu-músík með ævintýralega stórbrotnum útsetningum og magnaðri fegurð. Stundum vill maður bara tónlist sem skilur eftir sig örlítinn skammt af ánægju, og ekkert meira.

Það bregst ekki að þegar ég hlusta á frönsku táningasveitina Coming Soon (aldur meðlima ca. 15-25), þá kemst ég í gott skap. Glaðlegar melódíur, kæruleysislegar útsetningar og þykkur franskur hreimurinn kalla ósjálfrátt fram bros á andliti mínu. Lífsgleði og hamingja hreinlegar lekur af þessari músík. Eins og áhrifavaldar þeirra, The Moldy Peaches og Herman Düne, taka þau sig hæfilega alvarlega og leggja meira upp úr góðri stemmningu en góðum hljómi og almennri fagmennsku.

Tveir meðlimir sveitarinnar, bræðurnir Leo Bear Creek og Billy Jet Pilot, hafa áður vakið athygli með hljómsveitinni Antsy Pants, sem átti m.a. tvö lög í óskarsverðlaunamyndinni Juno.

Coming Soon – School Trip Bus Crash

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Coming Soon – Walking

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.