Mínus á Batteríinu í kvöld 19.mars

Þeir Krummi, Bjössi, Bjarni og Siggi í rokkhljómsveitinni MÍNUS snúa aftur með bombu á Batteríinu í kvöld 19.mars.
Strákarnir hafa verið iðnir við vinnslu á nýju efni undanfarnar vikur en þeir komu sér fyrir í bjálka í sveitinni að þessu sinni. Var þar æft og glaðst saman og útkoman væntanleg á nýrri plötu sem á víst að vera tilbúin síðar á árinu. Lítið hefur heyrst frá sveitinni eftir útgáfu plötunnar Great Northern Whalekill en nú er kominn tími til að leika sér saman aftur að mati Mínus manna.

Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 en það er raftónlistarmaðurinn BIOGEN sem sér um upphitun. Mínus segja nýja efnið verulega frábrugðið fyrra efni og að varla slái einu metal-riffi við á nýju plötunni. Leikin verða þá ný lög í bland við gamalt efni og kostar einungis 1000 krónur inn. Aldurstakmark að sjálfsögðu 20 ár.

Má telja þetta ómissanlega atburð og hvetjum við sem flesta að mæta og bera drengina augum í fyrsta sinn í langan tíma og það með ögn öðruvísi keim.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.