Meiri íslensk grasrót

Mukkaló – Small Hands

Mukkaló er tiltölulega ný 7 manna hljómsveit úr Reykjavík/Hafnarfirði. Músíkin er lágstemmd krútt-þjóðlagatónlist sem sver sig í ætt við hljómsveitir eins og Noah and The Whale og rólegri lög Sufjan Stevens. Mukkaló munu spila þann 6.apríl kl.21:00 á Hemma & Valda. Meiri upplýsingar á http://www.myspace.com/mukkalo.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Sindri Eldon – Pretty Boy

Sindri Eldon hefur farið mikinn sem söngvari skítapönbandsins Slugs og sem bassaleikari jafn ólíkra hljómsveita og Dáðadrengja, The Neighbours og Dynamo Fog. Netið er einnig yfirfullt af gæðaefni sem Sindri hefur búið til einn með sjálfum sér (og stundum vinum) í gegnum árin. Pretty Boy er af sex laga EP plötunni The Late Great Sindri Eldon sem kom út í örfáum eintökum fyrir jól (en má finna í heild sinni á http://www.myspace.com/sindrieldon)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Stormy Curves – Arial Black

Myndlistamaðurinn og bassaleikari Sudden Weather Change, Bergur Thomas Anderson hefur í einhvern tíma verið að spila einn síns liðs undir nafninu Stormy Curves. Í fyrra kom út platan Hvassar Brúnir EP sem er lo-fi slacker gullmoli í anda Stephen Malkmus og Lou Barlow. Eftir því sem ég best veit er hún aðeins fáanleg á gogoyoko og hlustanleg á http://www.myspace.com/hvassarbrunir.

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Remedía – Eitt lítið bros

Það muna kannski einhverjir eftir undrabarninu Jóhanni Páli sem kallaði sig Johnny Poo. Johnny varð internet one-hit-wonder með slagaranum Hvar er Guðmundur? fyrir nokkrum árum. Nú er hann mættur aftur með hljómsveitinni Remedía. Lagið Eitt Lítið Bros er hvatning til íslensku þjóðarinnar til þess að hætta þessu rugli og brosa framan í sólskinið. Fílgúdd lag sumarsins! http://www.myspace.com/remediaremedia

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.