Johnny Stronghands gefur út sína fyrstu breiðskífu

Fréttatilkynning

Þann 12. apríl n.k. kemur út fyrsta breiðskífa deltablúsarans Johnny Stronghands og ber hún heitið Good People Of Mine.

Platan inniheldur 12 lög og voru þau valin úr hópi 19 laga sem tekin voru upp á einni nóttu í Stúdíó Sýrlandi s.l. haust.

Johnny Stronghands fetar með tónlist sinni í fótspor gömlu delta blúsaranna og þeirrar tónlistarhefðar sem upprunin er í og við Clarksdale í Missisippi á þriðja áratug síðustu aldar. Á því eina og hálfa ári sem liðið er frá því Johnny Stronghands hóf að koma fram á tónleikum, hefur hann spilað á rúmlega 50 slíkum, bæði hérlendis og utan landhelgi. Johnny Stronghands er hliðarsjálf hins 22 ára vesturbæings Jóhanns Páls Hreinssonar.

Good People Of Mine er dreift af Kimi Records og verður hún fáanleg í öllum helstu plötuverslunum frá og með útgáfudegi.

Útgáfutónleikar Good People Of Mine

Útgáfutónleikar fyrir frumburð Johnny Stronghands fara fram á Café Rósenberg við Klapparstíg, fimmtudaginn 15. apríl n.k. Húsið opnar kl 20:00 og hefjast tónleikarnir kl 21:00. Upphitun verður í höndum Snorra Helgasonar, en plata hans I’m Gonna Put My Name On Your Door kom út síðasta haust hjá Borginni plötuútgáfu, einnig koma fram, Myrra Rós, Elín Ey og Halla Norðfjörð, sem koma fram saman. Miðaverð er 1000ISK.

Good People of Mine verður fáanleg á sérstöku útgáfutilboðsverði á tónleikunum, fyrir litlar 1000ISK.

Johnny Stronghands – Johnny’s Wimmen

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

One response to “Johnny Stronghands gefur út sína fyrstu breiðskífu”

  1. […] This post was mentioned on Twitter by Rjóminn. Rjóminn said: Nýtt á Rjómanum : Johnny Stronghands gefur út sína fyrstu breiðskífu: Fréttatilkynning Þann 12. apríl n.k. kemur ú… http://bit.ly/a4sePq […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.