• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Retaliate Benna Hemm Hemm kemur út í dag!

  • Birt: 09/04/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 1

Fréttatylkinning

Fyrsta Alheimsútgáfa Kimi Records

Fimm laga stuttskífan Retaliate kemur út á heimsvísu í dag, föstudaginn 9. apríl. Um er að ræða fyrstu útgáfu Kimi Records sem kemur út á Íslandi og annars staðar í heiminum á sama tíma. Kimi Records hefur undanfarið ár verið að byggja upp alþjóðlegt dreifingarnet og gefið út plötur á alþjóðamarkaði með Benna Hemm Hemm, Reykjavík!, Skakkamanage, Sudden Weather Change og Fm Belfast síðasta árið. Þær höfðu þó allar komið út áður á Íslandi. Vilja stjórnendur Kimans meina að nú sé stígið eitt mikilvægasta skref fyrirtækisins í átt að því að verða að alþjóðlegu útgáfufyrirtæki.

Retaliate er fyrsta plata Benna Hemm Hemm þar sem hann syngur alfarið á ensku. Ástæður þess má rekja til dvalar hans í Skotlandi en hann hefur drukkið í sig menningu Edinborgarog er orðinn virkur þátttakandi í mjög sterkri tónlistarsenu þeirra Skota. Hann hefur spilað með hljómsveitum eins og Second Hand Marching Band og Withered Hand sem og haldið fjölmarga tónleika þar í borg.

Benni Hemm Hemm er á mánaðarlöngum Evróputúr til að kynna plötu sína og kemur meðal annars fram á þrennum tónleikum sem aðalatriði hinnar virtu tónlistarhátíðar Motel Mozaique í Rotterdam. Hátíðin fer fram nú um helgina og lokatónleikar hennar verða risatónleikar Benna Hemm Hemm með 35 manna hljómsveit skipaða íslensku og skosku tónlistarfólki og nýjum kór Íslendinga búsettum í Hollandi.

Benni Hemm Hemm – Retaliate

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Benni Hemm Hemm – Blood of my blood

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

1 Athugasemd

  1. Tweets that mention Retaliate Benna Hemm Hemm kemur út í dag! | Rjóminn -- Topsy.com · 09/04/2010

    […] This post was mentioned on Twitter by Rjóminn. Rjóminn said: Nýtt á Rjómanum : Retaliate Benna Hemm Hemm kemur út í dag!: Fréttatylkinning Fyrsta Alheimsútgáfa Kimi Records Fi… http://bit.ly/93TxHn […]

Leave a Reply