• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Naked City

Í tilefni dagsins finnst mér viðeigandi að fjalla örlítið um hina mögnuðu sveit Naked City sem leidd var af jazzgeggjaranum John Zorn. Sveitin var starfandi á árunum frá 1988 til 1993 og gaf út 6 plötur auk safnplötu og heildarsafns verka sinna á þeim tíma. Zorn hefur sjálfur lýst Naked City sem einhverskonar tónlistarlegi tilraunaeldhúsi þar sem þolmörk hinnar hefðbundnu hljómsveitar (með hefðbundinni hljóðfæraskipan) voru könnuð.

Óhætt er að segja að útkoman hafi verið slík að sjaldan eða aldrei hefur annað eins heyrst á plötu fyrr né síðar. Tónlist Naked City má  helst lýsa sem stjarnfræðilega tilraunakenndri og trylltri blöndu af jazz, avant-garde, grind core, dauðarokki, country, surf, rockabilly og nánast öllum öðrum mögulegum tónlistarstefnum. Til að blanda gráu ofan á svart, er tónlistinni svo pakkað inn í einhverskonar hryllings, sadó-masó, anime pakka af japanskri fyrirmynd. Tónlistarleg fyrirmynd Naked City er hinsvegar að hluta að finna í tónsmíðum Carl Sterling, sem samdi tónlist fyrir teiknimyndir Warner Bros. um miðja síðustu öld, en þaðan sótti John Zorn hugmyndir sínar.

Naked City var skipur þeim John Zorn, Bill Frisell, Wayne Horvitz, Fred Frith, Yamatsuka Eye og Joey Baron. Þess má svo geta að Mike Patton kom oft fram á tónleikum með sveitinni en hann hefur oft nefnt Zorn og Naked City sem einn stærsta áhrifavald sinn í tónlistinni.

Hér eru nokkur tóndæmi með Naked City en þau er öll að finna á plötunum Torture Garden og Grand Guignol.

Naked City – NY Flat Top Box

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Snagglepuss

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Speadfreaks

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Naked City – Blood Duster

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans.

1 Athugasemd

  1. Tweets that mention Naked City | Rjóminn -- Topsy.com · 12/04/2010

    […] This post was mentioned on Twitter by Rjóminn. Rjóminn said: Nýtt á Rjómanum : Naked City: Í tilefni dagsins finnst mér viðeigandi að fjalla örlítið um hina mögnuðu sveit Nake… http://bit.ly/9ayisY […]

Leave a Reply