• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Framkvæmdastjóri Iceland Airwaves ráðinn

  • Birt: 14/04/2010
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 1

ÚTÓN hefur í dag ráðið Grím Atlason í stöðu framkvæmdastjóra Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar. Icelandair gerði nýverið samstarfssamning við ÚTÓN um rekstur hátíðarinnar til næstu fimm ára. Jafnframt gerði ÚTÓN samning við Hr. Örlyg, fráfarandi rekstraraðila, um að taka við allri starfsemi sem snýr að rekstri hátíðarinnar.

Grímur Atlason hefur störf hjá ÚTÓN 15. apríl. Fyrst um sinn mun hann vinna að verkefninu samhliða starfi sínu sem sveitarstjóri í Dalabyggð. Því starfi lýkur Grímur eftir sveitastjórnarkosningar í vor og mun þá sinna störfum sínum sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves á skrifstofu ÚTÓN.

Tilgangur og markmið Iceland Airwaves hátíðarinnar er að efla jákvæða ímynd íslenskrar tónlistar jafnt innanlands sem erlendis. Um leið er markmiðið að vekja athygli á Reykjavík sem tónlistarborg og fjölga ferðamönnum til Reykjavíkur utan hefðbundins ferðatíma.

Í ljósi þessa ákvað menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar á fundi sínum í gær að endurnýja stuðning sinn við Iceland Airwaves og leggja til sex milljónir króna árið 2010 um leið og samstarf Höfuðborgarstofu og Iceland Airwaves verður eflt.

Myndin af Grími er af www.eyjan.is

1 Athugasemd

  1. Tweets that mention Framkvæmdastjóri Iceland Airwaves ráðinn | Rjóminn -- Topsy.com · 14/04/2010

    […] This post was mentioned on Twitter by Rjóminn. Rjóminn said: Nýtt á Rjómanum : Framkvæmdastjóri Iceland Airwaves ráðinn: ÚTÓN hefur í dag ráðið Grím Atlason í stöðu framkvæmda… http://bit.ly/dbYRyk […]

Leave a Reply