Fræbbblarnir og Q4U, föstudaginn 30. apríl

Föstudaginn 30. apríl munu hljómsveitirnar Fræbblarnir og Q4U leika fyrir dansi á Sódómu Reykjavík. Dansleikurinn hefst á miðnætti og er aðgangseyrir litlar skítnar þúsund krónur.

Fræbblarnir
eru almenningi löngu að góðu kunnir fyrir geðþekkar lagasmíðar sínar og líflega sviðsframkomu. Þeir eru upphaflega úr Kópavogi en nýlega hefur þeim bæst liðsauki úr Mosfellsbæ, sjálfur Guðmundur Gunnarsson stórtrommari úr Tappa Tíkarras, Das Kapital og fleiri hljómsveitum. Hljómsveitin mun kynna nýtt efni af væntanlegri plötu auk þess sem gömlu lögin verða rifjuð upp..

Q4U
hefur ekki komið opinberlega fram síðan árið 1997. Það er því kominn tími til að þessi ástsæla hljómsveit láti í sér heyra á ný. Eins og Fræbblarnir var Q4U þekkt fyrir friðelskandi jákvæðni (eða þannig) og ekkert hefur breyst í þeim efnum. Q4U mætir með útvíðu gallabuxurnar, písmerkin og hippamussunar, sem hafa verið einkenni þeirra og tákn á ferli sínum (eða þannig). Hljómsveitin er eins skipuð og hún kom fram árið 1997, nema að í stað Gumma (sem er kominn í Fræbblana eins og áður segir) spilar Heiðar úr Buttercups á trommurnar. Ellý, Gunnþór, Ingólfur og Árni Daníel skipa Q4U auk Heiðars.

Fræbbblarnir – Bjór

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Fræbbblarnir – Í Nótt

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.