Steve Sampling

Rétt fyrir síðustu Jól kom út hiphop platan Milljón mismunandi manns með taktasmiðnum og upptökustjóranum Steve Sampling ásamt mörgum af reyndustu og færustu röppurum landsins.

Platan er svokölluð “concept plata” sem segir einfalda sögu um langa nótt í lífi ungs manns í reykjavík og fær hver rappari það hlutverk að túlka sömu söguhetjuna í mismunandi andlegu ástandi og mismunandi tíma sólarhringsins. Var platan þannig unnin að Sampling skrifaði grófan söguþráð og deildi honum síðan á milli listamannanna ásamt viðkomandi lagi og sáu þeir svo um framhaldið.

Að þessu verkefni koma þungaviktamenn í íslenskri rappsenu og má m.a. nefna DiddaFel og Byrki úr Forgotten Lores, Gnúsa Yones a.k.a Magse (oftast kenndur við Subterranian), Steina úr Quarashi, G.Maris og Marlon Pollock.

Steve Sampling – Klukkan fimm (feat. Gnúsi Yones)

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

One response to “Steve Sampling”

  1. […] This post was mentioned on Twitter by Rjóminn. Rjóminn said: Nýtt á Rjómanum : Steve Sampling: Rétt fyrir síðustu Jól kom út hiphop platan Milljón mismunandi manns með taktasm… http://bit.ly/9Iu3mt […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.