• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ronnie James Dio allur

Þá er rokkgoðið Ronnie James Dio allur eftir að hafa háð baráttu við krabbamein í maga undanfarna mánuði. Ég verð að játa að ég var aldrei sérstakur aðdáandi þó ég hafi nú verið svo frægur að sjá kallinn á sviði með Black Sabbath hérna um árið. Það merkilegasta sem mér finnst Dio hafa lagt til rokksögunnar er að hafa verið maðurinn sem gerði hið svokallaða “djöflamerki” vinsælt en hann er almennt talinn upphafsmaður þess að nota þetta fingramerki í tengslum við rokk og ról.

Hér er brot úr heimildamyndinni Metal : A Headbangers Journey þar sem meistarinn sjálfur útskýrir tilurð “djöflamerkisins”.

Auðvitað látum við svo eitt af bestu lögum Dio fylgja með okkur til upprifjunar en það er að sjálfsögðu hinn sígildi óður um kafarann heilaga.

Dio – Holy Diver

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans.

1 Athugasemd

  1. Tweets that mention Ronnie James Dio allur | Rjóminn -- Topsy.com · 17/05/2010

    […] This post was mentioned on Twitter by Rjóminn. Rjóminn said: Nýtt á Rjómanum : Ronnie James Dio allur: Þá er rokkgoðið Ronnie James Dio allur eftir að hafa háð baráttu við kra… http://bit.ly/b4LhTO […]

Leave a Reply