• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Toggi á Apótekinu

Poppkóngur Íslands, sjálfur Toggi Popp, heldur einstaka og sjaldgæfa tónleika á Apótekinu næstkomandi laugardagskvöld. Er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem Toggi heldur tónleika á höfuðborgarsvæðinu einn og óstuddur og mun hann spila, eins og hann orðar það sjálfur, “…allt gamla stöffið og slatta af nýju í bland við eitthvað annað, eða það er planið allavega“.

Toggi reiknar ekki með að hann haldi aðra tónleika sem þessa í einhvern tíma, ef þá nokkurn tímann, og er því um að gera að missa ekki af þessu einstaka tækifæri. “Ástæðan fyrir staðsetningunni er aðallega sú að Apótekið er frekar lítið pleis og áhorfendur ættu að geta verið mjög nálægt mér, sem mér finnst gaman.” segir Toggi og bætir við “Mig hefur alltaf dreymt um að spila svona heima gigg og ég reikna með að ég framkvæmi það einhverntímann, þ.e. að búa til gigg þar sem ca. 20-25 manns gætu eytt kvöldi bara með mér við að spila og syngja, drekka og bara hafa gaman í heimahúsi helst. Þetta er svona nánast næsti bær við, tiltölulega lítill staður þar sem ég get spjallað og spilað í bland“.

Húsið opnar 22:00 og mun Toggi byrja að spila um klukkutíma seinna og spila eins lengi og áhorfendur og hann sjálfur hafa gaman af. Litlar 500 kr. kostar inn.

Toggi – The Artist

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Toggi – I built this house

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans.

1 Athugasemd

  1. Tweets that mention Toggi á Apótekinu | Rjóminn -- Topsy.com · 18/05/2010

    […] This post was mentioned on Twitter by Rjóminn. Rjóminn said: Nýtt á Rjómanum : Toggi á Apótekinu: Poppkóngur Íslands, sjálfur Toggi Popp, heldur einstaka og sjaldgæfa tónleika… http://bit.ly/b14NML […]

Leave a Reply